Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 26
SKAGFIRÐINGABÓK
Árið 1874 markaði á flestan hátt tímamót í lífi þjóðarinnar.
Þúsund ára afmælið átti að verða til þess að vekja hana til starfs
og dáða, og það sætir furðu, hve miklu varð til leiðar komið næstu
árin, þótt margt, sem fitjað var upp á, rynni út í sandinn.
Prjónavélin í Ási var einn markasteinninn á þessari framfara-
braut, en kvennaskólahugmyndin hafði skotið upp kollinum 1874
eða fyrr. Síðan Hólaskóli var lagður niður, var aðeins um að
ræða eina almenna menntastofnun í landinu, lærða skólann, þótt
ýmsar tilraunir væru gerðar til skólastofnunar.
Árið 1870—72 hafði verið starfræktur skóli fyrir sjómanna-
efni að Haganesi í Fljótum. Jón skipstjóri Loftsson stóð fyrir hon-
um, en hlaut brátt allríflegan styrk hjá Hinu eyfirzka ábyrgðar-
félagi til starfrækslu hans. Umsóknir bárust fleiri en hægt var að
sinna. Veturinn 1870—1871 eru nemendur níu talsins. Það þótti
því auðsætt mál, að ekki mundi nemendur skorta, ef skólum væri
upp komið, en til þessa hafði allt strandað á húsnæðisleysi.
Víða má sjá þess vottinn í bréfum frá skagfirzku æskufólki, hve
sárt það fann til þess, að héraðið var næstum á allan hátt eftir-
bátur nágrannanna í austri og vestri í menningarlegu tilliti. Árið
1874 stígur skagfirzk æska á stokk og strengir þess heit að jafna
metin. Og það tókst á ýmsan veg, en sú saga verður ekki rakin hér,
aðeins sá þáttur, sem snertir kvennaskólastofnunina.
Veturinn 1876—1877 er oft margt um manninn í Ási í Hegra-
nesi. Séra Olafur Björnsson, sem var nýlega orðinn prestur Hegra-
nesinga, var þá kennari þar, kenndi sonum Olafs og fleiri ungl-
ingum, en Engilráð Jóhannesdóttir í Garði kenndi ungum stúlk-
um meðferð prjónavélarinnar. Um sömu mundir er unnið af
mesta kappi að kvennaskólastofnun. I fundargjörð segir svo:
„Ár 1876, laugardaginn 22. júlí, var (svo) í Ási í Hegranesi
saman komnar nokkrar konur úr Skagafirði til þess í tilefni af
fyrirhugaðri stofnun kvennaskóla, s;m safnað hefur verið sam-
skota til, að ræða ýmislegt þeirri stofnun viðvíkjandi.
Var þá kosin kona til að setja fund og stýra honum, og hlaut
atkvæði í einu hljóði húsfrú Sigurlög Gunnarsdóttir á Ási, og til
að skrifa það, sem fram færi, ungfrú Kristín Briem á Reynistað.
24