Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 27
KVENNASKOLINN
Voru því næst fram lögð samskotabréf, og er loforðaupphæð
samskotafjárins samkv. þeim 693 kr. 40 a. og þar að auki ágóði
af tombólu á Sauðárkróki, sem haldin var næstliðinn vetur 72.00
Samtals ................................................ 765.40
Þess er að geta, að úr Arbæjar-, Goðdala- og Mælifellssóknum
eru engin bréf komin um samskotafé.
2. Var síðan kosinn fjárhirðir, og hlaut atkvæði í einu hljóði
Olafur umboðsmaður Sigurðsson og honum afhentir hinir inn-
komnu peningar, 470.43, og falið á hendur að ganga eftir hinum
ógreiddu 294.97 sem allra fyrst.
Þá var kosin nefnd bæði karla og kvenna til þess framvegis að
standa fyrir kvennaskólamálinu, og hlutu flest atkvæði húsfrú
Sigurlög 9, húsfrú Helga 9 og ungfrú Briem 8, og sömuleiðis
þeim til styrktar 3 karlmenn, og eru það: Olafur umboðsmaður
Sigurðsson með 10 atkvæðum, Einar alþingismaður Guðmunds-
son með 9 atkvæðum og Þorvaldur Arason með 9 atkvæðum.
Kom þá til umræðu, hvað nauðsynlegt væri að kenna á hinum
fyrirhugaða kvennaskóla, og var viðtekið, að það skyldi vera: skrift,
reikningur, saga, landafræði og danska, fatasaumur og ýmis út-
saumur, þvottur og matartilbúningur yfir höfuð. Er ráð fyrir
gjört að semja reglur fyrir skólann, og sé þar tekið fram skyldur
og hlunnindi jafnt kennslukvennanna sem þeirra, er kenna (á), og
meðal annars fastákveðnar greinir, sem þær stúlkur skulu læra,
er séu vetrarlangt, í staðinn fyrir að þær, sem ekki séu nema lítinn
tíma í skólanum, megi fremur eiga kost á að læra vissar greinar
af því, sem kennt er (og þær helzt lystir)1. Kennslusrúlkurnar
mega ekki vera yngri en 15 ára.
Var því næst talað um, hvar hentugast væri að halda skólann,
en það gat ekki orðið neitt afráðið í því tilliti, því þeir staðir, sem
stungið var upp á, var ekki gefinn í þetta sinn kostur á (svo) sakir
ýmissa kringumstæðna og sumpart ekki réttir hlutaðeigendur við-
staddir og varla líkindi til, að hentugur staður geti fengizt nema
fé væri til að kaupa jörð eða að minnsta kosti byggja skólahús, og
1 Setningin innan sviga er yfirstrikuð.
25