Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 28
SKAGFIRÐI NGABÓK
varð þess vegna einungis sú niðurstaða að leita nýrra samskota og
síðan styrks af opinbtru fé til þess að efla þetta fyrirtæki.1
Fundi slitið.
Sigurl. Gunnarsdóttir
Kristín Briem."
Þannig hljóðar elzta fundargjörðin, sem varðveitzt hefur í frum-
riti og rituð er af skagfirzkri konu.
Samskotaféð, sem aflaðist í fyrstu lotu, mun ekki þykja gizka
mikið nú að krónutölu, en var þá mikið fé, jafngilti hartnær átta
kelfdum kúm á bezta aldri, og er þá reikningurinn auðveldur. Til
þessa hafði einvörðungu verið um frjáls framlög að ræða og ekki
leitað opinbers stuðnings á neinn veg, en brátt var hafizt handa um
að afla skólahugmyndinni opinberrar viðurkenningar.
Hinn 26. febrúar 1877 er sýslufundur Skagfirðinga haldinn á
Reynistað, og var þar lagt fram bréf „frá forstöðunefnd hinnar
fyrirhuguðu kvennaskólastofnunar í Skagafirði, er meðal annars
fer fram á, að sýslunefndin mæli fram með því við landshöfðingj-
ann yfir Islandi, að téð stofnun fái af fé því, sem veitt er með 15.
gr. fjárlaganna, 1000 kr., til þess að koma stofnuninni á fót. Þar
eð nefndin getur ekki annað en álitið stofnun þessa nauðsynlega,
einmitt með þeirri tilhögun, sem hér er fyrirhuguð til þess að hún
geti orðið almenningi að tilætluðum notum, sem varla er við að
búast, ef skólann eða kennsluna þyrfti að sækja í aðrar sýslur,
þá vill hún hlynna að stofnuninni, svo mikið sem henni er unnt..."
Mælti sýslunefnd með skólanum við landshöfðingja og var fús
til að hafa umsjón með stofnun hans og veita til hans fé, ef hinn
umbeðni, opinberi styrkur fengist.
Svar landshöfðingja var á þá leið, að hann krafðist nákvæmari
skýrslu um fyrirkomulag skólans og hve mikið sýslunefnd hygðist
veita til hans. Nefndinni kom saman um að veita 200 króna styrk
1 Húsfrú Helga (hér að framan). Átt er við Helgu Þorvaldsdóttur, konu
Ara Arasonar, kanzellíráðs á Flugumýri. Hún fæddist 1816, lézt 1894.
Sonur þeirra hjóna var Þorvaldur, síðar bóndi á Víðimýri.
26