Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 29
KVENNASKÓLINN
úr sýslusjóði, svo framarlega sem 1000 króna styrkur fengist úr
landssjóði.
Nú veitti landssjóður aðeins 100 króna styrk, en sýslan hafði þá
veitt 200 krónur, og urðu nokkrar umræður um, að ekki hefði
verið farið eftir því skilyrði, er fjárveitingin var bundin, en við
það var látið sitja. Sýslunefnd vildi þó ekki taka við umsjón skól-
ans að svo stöddu, en mælti með, að frekar væri leitað til almenn-
ings um stuðning við hann.
Þótt undirtektir væru ekki betri, ákváðu kvenfélagskonur að
stofna skólann haustið 1877. Sýnt var, að engin tök voru á að
fá skólanum samastað að svo stöddu og reisa skólahús. Varð því
að ráði, að Ashjón, Olafur og Sigurlaug, skytu skjólshúsi yfir hann
hinn fyrsta vetur. Olafur hafði reist timburhús mikið í Ási árið
1868, og voru húsakynni þar meiri og betri en annars staðar í hér-
aðinu og myndarbragur á öllu. Um timburhúsið kvað Sigvaldi
skáldi svo:
Hús er smíðað eitt í Ási
agalega stórt og fagurt;
kvistur mikill á að austan
yfir dyrum ber við hifin;
óðalsbóndi og umboðsmaður
Ólafur því höfuðbóli
framaríkur sýnir sóma,
sveitaprýði má það heita.
Skólanum var sett reglugerð vorið 1877. Þar var ákveðið, að
hann starfaði frá 1. október til 1. maí. Um kennslutilhögun er
áður rætt í fundargerð frá árinu 1876 hér að framan; þó var horf-
ið frá að kenna sögu og landafræði þennan fyrsta vetur. Um fyrir-
komulag skólans að öðru leyti segir m. a. svo í reglugeroinni:
„Kennslunni skal þannig haga, að allar þær stúlkur, sem kennsl-
unnar njóta, skulu vera komnar á fætur kl. 8, hafa lokið borð-
haldi kl 8V2, og kennsla byrjar kl. 9. Tveimur tímum skal varið
til hinnar munnlegu tilsagnar dag hvern, frá kl. 9—11, skrift og
reikning annan daginn. en hinn daginn réttritun og danska. Öðrum
27