Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 32
SKAGFIRÐIN GABOK
vetur. I skýrslu til landshöfðingja segir, „að 5 stúlkur hafi gengið
í hann að staðaldri og hin 6. um tíma". Dagbók Olafs í Asi leiðir
hins vegar allt annað í ljós. Þar sést, að námsmeyjar hafa naumast
verið færri en 12, jafnvel fleiri. Skýringin á þessum mikla mismun
er sennilega sú, að yfirvöld greiddu styrk eftir höfðatölu og miðuðu
við nám vetrarlangt, en ekki verður séð, að nokkur stúlkan hafi
verið öll kennslutímabilin; samanlagður tími þeirra í skólanum
hefur svarað til námstíma fimm stúlkna vetrarlangt og freklega
þó. Vitað er um skírnarnöfn þessara stúlkna, að minnsta kosti
flestra, því að Ólafur í Ási getur þeirra í dagbók sinni. Hér skal
gripið niður í hana, en lesendur mega svo spreyta sig á að finna
föðurnöfn og heimilsföng.
16. nóv. „Komu Lilja og Rannveig". 20. s. m. „Komu Elín og
Steinunn". 3. des. „Fór Ásl. á skólann". 5. des. „Kom Sigríður á
Skarði á skólann". 16. des. „Fór Lilja". 23. des. „Fóru Steinunn og
Elín". 3. jan. „Koin Steinunn". 4. s. m. „Kom Elín". 13. s. m.
„Komu Sigurbjörg og Sigríður". 20. s. m. „Kom Soffía". 22. s. m.
„Kom Ásdís". 10. feb. „Fór Sigríður í Holtsmúla".
Ekki skal frekar farið út í þessa nemendaskrá, þess aðeins getið,
að auðsætt virðist, að giftar konur hafi sótt námsskeið í skólanum.
Þegar fyrsta veturinn var aðsókn meiri að skólanum en hægt var
að fullnægja. Varð það mikil brýning til að herða róðurinn enn og
tryggja framtíð skólans með því að fá honum fastan samastað.
Enn er til fyrsta fundargerð skólanefndar, skráð eftir að skól-
inn hafði starfað vetrarlangt. Þykir rétt að taka hana hér upp orð-
rétta, þar eð hún segir sögu skólans með orðum þeirra, sem fremst-
ir stóðu í baráttunni, meðan allt var í deiglunni.
„Ár 1878, þriðjudaginn 21. maí, var á Ási í Hegranesi haldinn
kvennaskólafundur, er hefur í tæka tíð verið boðaður um alla sýsl-
una. Þrátt fyrir það eru aðeins auk kvennaskólanefndarinnar, að
undanskildum alþingismanni Einari B. Guðmundssyni, er hefur til-
kynnt forföll sín, mættir menn frá Sauðár-, Staðar-, Viðvíkur- og
Rípurhreppum, nfl. sýslunefndarmaður Þorleifur Jónsson á Reykj-
um, fullmektugur G. E. Briem á Reynistað, er að nokkru leyti
mætir fyrir Seyluhrepp, húsfrúrnar Sigríður Magnúsdóttir og Svan-
30