Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 33
KVENNASKÓLINN
hildur Loftsdóttir í Viðvík og Jóhannes bóndi Ogmundsson í
Garði.' Einnig hefur komið bréf frá sýslunefndarmönnunum Guð-
mundi Jónssyni á Yzta-Hóli2, Arni Asgrímsson (svo) á Kálfsstöð-
um og Gísli Jónsson (svo) á Herjólfsstöðum, er öll hafa inni að
halda undirtektir almennings fyrir þeirra milligöngu um kvenna-
skólamáiið og samskotaloforð. Ennfremur hefur Páll bóndi Páls-
son á Syðri-Brekkum látið í ljósi, hvað honum hefur orðið ágengt
í yzta parti Akrahrepps með samskot til kvennaskólans, og frá
Lýtingsstaðahreppi er kominn listi yfir samskot til skólans.
Var þá kosinn fundarstjóri, og hlaut kosningu umboðsmaður
O. Sigurðsson og til skrifara G. E. Briem.
Kvennaskólanefndin lagði fram yfirlit yfir efnahag skólans við
nýár 1878, og voru samskotin með rentu 973.63, en þar við bæt-
ist af sýslusjóði 200.00 og af landssjóði 100.00, samtals 1273.63,
ennfremur viðbót af fremsm bæjum í Hjaltadal alls 5.33, samtals
1278.96. En þar á hvíla útgjöld af skólahaldinu í vetur, sem verða
sýnd reikningslega í dag.
Kennslukonan, húsfrú Jóna Sigurðardóttir, var beðin að láta í
Ijósi, hversu mikil laun hún vilji hafa fyrir kennslu sína í vetur, en
hún kvaðst vilja láta nefndina ráða þvi. Var því gjörð uppástunga
um 10—15 krónur um mánuðinn, og kvaðst hún vera ánægð með
12 krónur, en hún reikni launatímann 7 mánuði og séu það því
84.00 kr. auk borgunar fyrir fæði og ferðakostnað, er umboðsmað-
ur Olafur í Asi beri að fá og gjöra reikning fyrir.
Umboðsmaður Olafur í Asi lagði því næst fram reikning fyrir
ferðakostnaði kennslukonunnar fram og aftur að upphæð 70. kr.
og fæði hennar í vetur 20 kr. um mánuðinn 140 kr., er var sam-
þykkt á fundinum. Þegar þessar samtals 294 kr. eru dregnar frá
aðalupphæðinni, eru eftir 984.96 kr.
Lét sýslunefndarmaður Þ. Jónsson í Ijósi, að í Sauðárhrepp hafi
áskotnazt við hlutaveltu, er haldin var á Sauðárkrók 11. þ. m., sem
1 Sigríður var ekkja sr. Oiafs Þorvaldssonar, en Svanhildur, tengdadóttir
þeirra, kona Daníels söðlasmiðs. Voru þau foreldrar Ölafs Dan. Daníeis-
sonar doktors.
" Bæjarnafn ólæsilegt, bætt við eftir öðrum heimildum.
31