Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
hann stendur í ábyrgð fyrir, 100.00 kr., en önnur samskot segist
hann ekki hafa fengið eða hafa von um að fá, að svo stöddu.
Fullmektugur G. E. Briem skýrði frá, að almennra samskota
hafi ekki enn orðið safnað í Staðar- og Seyluhreppum, en lét í Ijósi,
að þeirra væri von og taldi vísar 40 kr.
I Rípurhrepp hefur Jóhannes bóndi Ogmundsson á Garði safn-
að 41.68 kr. og afhenti þar af í peningum 38 kr. ásamt samskota-
lista og lofaði afganginum, 3.68, í kaupstað í sumar.
Frá Fellshreppi er að vænta 12 kr. í Hólahreppi eru samskotin
orðin 37.75 kr. og síðar verða greidd.
I Skefilsstaðahreppi eru samskotin talin 10 kr. Páll Pálsson á
Brekkum hefur safnað með samskotum og hlutaveltu 76 kr. I Lýt-
ingsstaðahreppi eru samskotin 12 kr.
Hin nýju samskot, sem fengin er vissa fyrir, eru því alls 329-43
kr. Svo nú má teljast í sjóði 1313.39 kr., sem sumpart er á vöxtum
og verður sett á vöxtu jafnóðum og skil verða gjörð fyrir því, sem
óinnheimt er.
Húsfrú Svanhildur í Viðvík gat þess, að Pétur bóndi á Læk1, er
skrifað var um að leita samskota í Viðvíkurhreppi, væri að safna til
hlutaveltu til ágóða fyrir kvennaskólann, en frekari upplýsingar
gat hún ekki gefið þar að lútandi.
Jafnvel þótt ekki sé komin frekari tilkynning um samskot í sýsl-
unni, má búast við nokkru samskotafé ennþá.
Fundarstjóri skýrði frá, að umboðsmaður Eggert Gunnarsson,
sem hefur haldið kvennaskólann í Eyjafirði, hafi í vetur komið með
það tilboð frá kvennaskólanefndinni fyrir norðan, að skólunum
sé steypt saman, og hafi látið líklega yfir, að Húnvetningar, sem í
sumum stöðum séu farnir að safna til kvennaskólastofnunar, hafi
aðhyllzt það, að láta kennsluna fara fram í einu lagi á Munkaþverá
og senda stúlkur þangað til kennslu. En þessu tilboði var hafnað,
með því almenningur hér í sýslu hafi gjört það bæði fyrr og síðar
að skilyrði, þá samskotin voru látin af hendi, að þau væru notuð til
kvennaskólastofnunar í Skagafirði, og eftir að kvis hafði komið
1 Guðmundsson.
32