Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 35
KVENNASKÓLINN
um þetta tilboð varðandi, þá hafi það víðast bæði munnlega og
skriflega verið ýtarlega tekið fram, að það væri svo miklum örðag-
leikum bundið að senda stúlkur norður til kennslu, að það yrði ekki
til almennra nota. Svo jafnvel þó sumir fundarmenn létu í ljósi, að
þeim virtist hentugra að sameina krafta sína í einn skóla, þá féll sú
uppástunga gjörsamlega gegn meiri hluta fundarins og almennings-
álitinu.
Var þá rætt um, hversu menn hygðu til framhalds skólanum
eftirleiðis, og létu fundarmenn í ljósi þá almennu ósk sýslubúa, að
kvennakennsla fram fari hér í sýslu næsta vetur, en með tilliti til
þess, að skólasjóðurinn sé svo lítill, aðeins í sama formi og í fyrra
með dálitlum breytingum.
Fundurinn fór því þess vegna á flot við þau hjónin, umboðsmann
O. Sigurðsson og húsfrú hans, að Ijá hús og taka að sér skólahaldið
eftirleiðis, en þau kváðu þær breytingar í vændum á heimili sínu,
að þeim væri ekki hægt að verða við þeirri áskorun fundarins.
Var því næst stungið upp á að reyna að fá hús hjá Einari á Sauðá
til að halda þar skólann næsta vetur, og var það samþykkt, að öðru
leyti skyldi það falið kvennaskólanefndinni að útvega skólahús og
semja um það.
Var síðan kosin kvennaskólanefnd, og hlutu hinar sömu frúr,
er verið hafa í nefndinni næstliðið ár, kosningu, og sem styrktar-
menn þeirra voru kosnir sýslunefndarmaður Þorleifur Jónsson á
Reykjum, verzlunarstjóri Claessen á Grafarós og Ólafur Briem á
Reynistað. En þar eð hann er ekki viðstaddur til að samþykkja kosn-
inguna, var valinn til vara Þorvaldur Arason á Flugumýri.
Húsfrú Jónu Sigurðardóttur var látið (svo) í ljósi ánægja
fundarins og sér í lagi nefndarinnar yfir veru hennar hér við skól-
ann, stjórn á honum og Ijósa tilsögn, og var hún spurð um, hvort
hún ekki mundi geta tekið að sér kennslu hér eftirleiðis, en hún
kvað nei við því kringumstæðna sinna vegna.
Var svo fundi slitið.
Ólafur Sigurðsson / G. E. Briem."
3
33