Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 36
SKAGFIRÐIN GABÓK
Þessi fundargjörð er skeleggasta heimild um sögu skólans á þessu
tímabili. Þó skal nokkru við bæta til frekari skýringar, enda varðar
það sögu skólans síðar.
Björn Sigfússon á Kornsá vakti nváls á því þjóðhátíðarárið, að
hafizt yrði handa um fjársöfnun til að greiða fyrir menntun kvenna
í Vatnsdalnum og síðan héraðinu öllu. Fékk hann í lið með sér
Þorstein bónda Eggertsson á Haukagili, bróður Ingibjargar, fyrr-
um prestkonu á Ríp, og er beggja áður getið, ennfremur Magnús
bónda Steindórsson á Gilsstöðum, síðar á Hnausum. Var höfð
hlutavelta í Vatnsdal á sumardaginn fyrsta árið 1875 með góðum
árangri. A næstu árum voru haldnar fjórar hlutaveltur, sú síðasta
1879, og var sjóðurinn þá orðinn rúmar 800 krónur. Hann hlaut
nafnið „Kvenmenntunarsjóður Undirfells- og Grímstungusóknar"
og var sett skipulagsskrá 15. nóvember 1880. Til þessara atbutða
má rekja upphaf að kvennaskólahreyfingu Húnvetninga.
Séra Hjörleifur Einarsson fluttist frá Goðdölum að Undirfelli
vorið 1876. Hann hafði stutt að undirbúningi kvennaskóla Skag-
firðinga og varð nú eindreginn baráttumaður fyrir slíkri skóla-
stofnun í Húnavatnssýslu, eins var um konu hans, Guðlaugu Eyj-
ólfsdóttur. Skólahugmvndinni lagði og eindregið liðsyrði séra Páli
Sigurðsson á Hjaltabakka, enda kunnur menntavinur; ýmsir fleiri
komu hér við sögu.
Þegar bæði Skagfirðingar og Eyfirðingar höfðu komið á fót
kvennaskólum, tóku Húnvetningar að herða róðurinn. Hvatamenn
að skólastofnun þar í sýslu rituðu sýslunefnd og báðu um styrk.
Um þær mundir hafði nefndinni borizt bréf frá skólanefnd Eyfirð-
inga með tilmælum um sameiginlegan skóla, og er að þessu vikið
í fundargerðinni hér að framan, að því er Skagfirðinga varðar. Mun
bréf þetta hafa orðið til þess að ýta undir húnvetnska áhugamenn
um skólastofnun að hraða henni sem mest. Sýslumaður ritaði öll-
um sýslunefndarmönnum og sendi afrit af bréfum Eyfirðinga og
hvatti til almennra funda um málið í öllum hreppum sýslunnar.
Urðu úrslit þau, að alls staðar kom fram einróma ósk um skóla-
stofnun heima í héraði. Það hefur því verið herbragð hjá Eggerti
Gunnarssyni, er hann lætur að því hníga við Skagfirðinga, að Hún-
34