Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 37
K VEN NASKÓLIN N
vetningar taki líklega í málið. Sannleikurinn var sá, að því var
mjög fálega tekið í báðum sýslunum.
Húnvetningar komu sér upp vísi að kvennaskóla haustið 1879,
og var hann fyrst haldinn að Undirfelli á vegum Hjörleifs prófasts
og Guðlaugar, konu hans, síðar að Lækjarmóti og loks að Hofi í
Vatnsdal. Var hann með líku sniði og skagfirzki skólinn og átti
örðugt uppdráttar ekki síður en hann.
Nú skal aftur vikið til Skagafjarðar. Rúmum mánuði eftir skóla-
nefndarfundinn 1878, eða hinn 29. júní, setur forstöðunefnd skól-
anum skipulagsskrá, sem síðan hlýtur samþykki sýslunefndar og
landshöfðingja, að kalla án breytinga. Þetta er firnamikill lagabálk-
ur og fagurlega úr garði gerður. Þess er ekki kostur að birta hann
hér í heild, verður að nægja að taka glefsur úr honum:
„2. grein:
Það er ætlunarverk skólans að veita ungum stúlkum tilsögn í
ýmsum greinum til munns og handa og jafnframt með því að
halda þeim til hreinlætis og góðrar reglu og í einu sem öðru benda
þeim á það, er betur má fara, vekja hjá þeim smekk fyrir góða
umgengni og venja þær á þrifnað og reglusemi.
3. grein:
Skólinn er sjálfstæð stofnun og stjórn hans hagað svo, að kosin
nefnd manna mun veita honum forstöðu, en sýslunefndin í Skaga-
fjarðarsýslu hefur á hendi yfirstjórn hans. Svo er og til ætlazt, að
hann ctandi undir vfirumsjón stiftsyfirvaldanna og njóti verndar
landshöfðingjans yfir Islandi.
Skipulagsskrá skólans er í umboði allra þeirra, er átt hafa þátt
í stofnun hans, frumsamin af forstöðunefnd, samþykkt af sýslu-
nefnd og staðfest af landshöfðingja ...
9. grein:
Kennsluár skólans byrjar 24. dag októbermánaðar, endar 30.
dag aprílmánaðar og tekur þannig yfir 189 daga eða 27 vikur
Skiptist það í 3 tímabil jöfn, og eru 9 vikur í hverju...
35