Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 38
SKAGFIRÐINGABOK
10. grein:
I skólanum eru kenndar þessar greinir:
I. Til munnsins:
1. Skrift 2. Reikningur 3. Réttritun 4. Danska 5 Landafræði og
saga.
II. Til handanna:
1. Fatasaumur 2. Utsaumur 3. Tóvinna 4. Matreiðsla 5. Þvottur."
Hinn 20. september sama ár kom nefndin aftur saman, og var
þá ákveðið, að skólinn fengi inni á Hjaltastöðum í Blönduhlíð.
Þar bjó Gísli hreppstjóri Þorláksson og kona hans Sigríður Magnús-
dóttir, kunn að dugnaði og góðum gáfum. Gísli hafði reist framhús
á Hjaltastöðum, mikla stofu og vandaða með lofti. Stofan var höfð
fyrir kennslustofu, en á loftinu sváfu námsmeyjar. Kennslukona
og um leið stjórnandi skólans var ráðin Elín Briem, aðeins 22 ára
að aldri. Hún reyndist eigi að síður frábær kennari og góður stjórn-
andi.
Veturinn 1878—79 voru ellefu námsmeyjar í skólanum, þar
af tvær allan veturinn, en hinar flestar aðeins þriðjung skólatim-
ans. Prófdómarar í lok kennsluárs voru Helga Þorvaldsdóttir, hús-
freyja á Flugumýri, og séra Zóphonías Halldórsson. Fékk skólinn
hinn bezta vitnisburð.
Veturinn 1879—1880 var skólinn enn á Hjaltastöðum og
kennslukona hin sama og árið áður. Námsmeyjar voru að jafnaði
fimm allan veturinn, en fleiri sóttu skólann eitt tímabil eða tvö.
I ársbyrjun 1880 er því fyrst hreyft í sýslunefnd „að vinda
bráðan bug að því að byggja hús handa skólanum og ætlar for-
stöðunefndinni að gangast fyrir þeirri húsbyggingu. I annan stað
virðist nefndinni vel til fallið, að Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur
sameini sig um einn kvennaskóla og skorar á forstöðunefndina að
leita samkomulags um það," segir í sýslufundargjörð.
Þegar hér er komið sögu, höfðu Húnvetningar farið þess á leit,
að kvennaskólunum væri slegið saman. Voru flestir því fylgjandi,
því að sýnt þótti, að slíkt væri hagkvæmara. En þegar rætt var um,
36