Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 39
KVENNASKOLINN
hvar velja ætti skólanum stað, kom í ljós, að samkomulag var von-
laust. Skagfirðingar vildu hafa skólann heima í héraði, en Húnvetn-
íngar vildu ekki leggja niður sinn skóla.
Sýslunefnd Skagfirðinga lagði þá til, að hraðað yrði húsbygg-
ingu skólanum til handa, og var samþykkt á fundi skólanefndar 1.
nóvember 1880 „að efna til húsbyggingar handa skólanum á næsta
ári." Var þá þegar pantaður viður til hússins, sem átti að verða 12
álna langt og 10 álna breitt, og ráð fyrir gert að reisa það í Yira-
Vallholti, sem var kristfjárjörð.
Haustið 1880 er skólinn fluttur að Flugumýri og ætlaður þar
staður, unz fyrirhugað hús væri komið upp. Elín Briem hvarf nú
frá forstöðustarfinu, sigldi brátt til Kaupmannahafnar og gekk þar
í kvennaskóla. Þorvaldur Arason á Flugumýri, sem verið hafði for-
maður nefndarinnar síðan skólinn var fluttur frá Asi, fékk móður
sína, Helgu Þorvaldsdóttur, til að veita honum forstöðu, og kenndi
hún jafnframt fatasaum. Kennarar voru að öðru leyti dætur henn-
ar, Kristín og Anna. Skólinn tók á móti sjö stúlkum samtímis, en
ekki er vitað um heildartölu námsmeyja þennan vetur; hafa sum-
ar stúlkurnar ekki verið nema eitt tímabil, sem nú hafði verið
lengt í tíu vikur. Sýslunefnd, amtsráð og landssjóður lögðu skólan-
um nokkurn styrk, og fór hann vaxandi.
Þegar kemur fram á árið 1881, hefur fengizt samþykki Olafs í
Asi til að reisa kvcnnaskólahúsið þar, og þótti sýslunefndarmönn-
um það vel fallið. Viðarpöntunin til hússins hafði ekki komið á ril-
ætluðum tíma, auk þess þótti nú hinum vísu feðrum sýnt, að hún
hefði verið naum, því að aðsókn að skólanum mundi aukast mjög.
Var því pönmninni breytt þannig, að húsið yrði 12 álnir á hvern
veg, „tvíloftað með kjallara undir annarri hlið."
Haustið 1881 er skólinn enn settur á Flugumýri með sömu kenn-
urum, og var aðsókn svipuð og árið áður. A sýslufundi vorið 1882
lýsir forstöðunefnd kvennaskólans því enn yfir, að skólasetrið
verði innan sýslu, og aðhylltist meiri hluti sýslunefndar það sjón-
armið, þó ekki einróma. Meiri hluti nefndarinnar leit nú svo á, að
skólinn væri „hvergi bemr settur en á Hólum í Hjaltadal, eftir að
sú jörð er orðin sýslunnar eign." Til þess að koma til móts við Hún-
37