Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 41
KVENNASKOLINN
á að kaupa Ytriey til skólaseturs, en fyrir nefndinní var Björn á
Kornsá. Sjóðir voru svo litlir, að sýnt þótti, að þetta næði ekki fram
að ganga nema með stóraukinni fjárhagsaðstoð, en í því tilliti við
ramman að rjá. Hins vegar var nefndinni ljóst, að sigur fengist, ef
hægt yrði að vinna Skagfirðinga til fylgis. Yar sýslunefnd Hún-
vetninga kölluð saman þegar í ársbyrjun 1883 vegna þessa máls.
Þar var samþykkt, að Björn á Kornsá, þótt ekki væri sýslunefndar-
maður, skyldi sendar á næsta sýslufund Skagfirðinga. Sá fundur
var haldinn á Reynistað 19. febrúar, og áttu Skagfirðingar í vök að
verjast, þótt Björn einn flytti sameiningarmálið. Búnaðarskólinn á
Hólum var í reifum og skorti mjög fé. Húnvetningar höfðu, er hér
var komið sögu, gefið vilyrði fyrir að styrkja skólann, en formlega
hafði ekki verið gengið frá samningum. Urðu umræður á fundinum
mjög heitar. Þótti ýmsum ili hin húnvetnska sending og voru hinir
þverustu. Gætnari menn sáu hins vegar, að hér var mikið í húfi og
svo gæti farið, að allt rynni út í sandinn og skólahald í Skagafirði
félli alveg niður. Ekki þótti það bæta málstað Húnvetninga, að þeir
höfðu „rænt" skólastýru þeirra, Elínu Briem, sem kenndi vestra
veturinn 1880— 1881, en sigldi síðan til náms í Danmörku. Þeir
voru jafnvel grunaðir um að halda áfram á sömu braut: Sigríður
Jónsdóttir frá Djúpadal hafði lokið námi á Hjaltastöðum með lof-
samlegum vitnisburði, en síðan farið til Danmerkur á kvennaskóla;
töldu ýmsir, að Húnvetningar hefðu hug á að fá hana vestur. Það
kom líka á daginn.
Fimm áhrifamenn skagfir2kir snerust á sveif með Birni: Ólafur
Briem, síðar bóndi á Alfgeirsvöllum, Gunnlaugur bróðir hans,
Friðrik Stefánsson, alþingismaður, Þorvaldur á Flugumýri og
Sveinn Guðmundsson, sýslunefndarmaður í Sölvanesi. Fór þá að
halla undan fæti fyrir andstæðingum sameiningarinnar, og var
samþykkt að sameina skólana, „þó með þeim fyrirvara, að búnað-
arskólinn á Hólum verði sameiginlegur fyrir báðar sýslurnar."
Ennfremur segir í fundargjörð: „Kvennaskólasjóður Skagfirðinga,
nú kr. 3000, leggst til skólans á Ytriey að fengnu samþykki hinna
upprunalegu stofnenda sjóðsins."
Skagfirzkir ráðamenn munu flestir eða allir hafa litið svo á, að
39