Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 42
SKAGFIRÐINGABÓK
um beinar kúgunaraðgerðir væri að ræða af hálfu Húnvetninga í
skólamálinu, því að allt benti til, að þeir mundu kippa að sér
hendinni um styrk til Hólaskóla, ef kvennaskólamálinu yrði ekki
ráðið til lykta á þann veg, sem þeim var bezt að skapi, enda sam-
þykkir sýslunefnd sameininguna með þeim fyrirvara, að búnaðar-
skólinn að Hólum verði einnig „sameiginlegur fyrir báðar sýsl-
urnar." Að því er virðist munu Skagfirðingar síðar hafa haft full-
an hug á að hefna þessara ófara. Verður að því vikið, er umræður
hefjast um flutning Ytrieyjarskóla.
Þau ár, sem skólinn starfaði í Skagafirði, höfðu um 50 stúlkur
notið þar kennslu. Talið hefur verið, að áhrif hans hafi orðið
mikil og margþætt. Stúlkur, sem nutu þar kennslu, kosmðu
kapps um það hver í sínu byggðarlagi, að aðrir fengju og notið á-
vaxta námsvistarinnar, urðu þannig sjálfkjörnir menningarfull-
trúar. Þeim mun t. a. m. ekki hvað sízt að þakka, hvað skriftar-
kennslu fleygði fram á síðusm áramgum aldarinnar. Sumar náms-
meyjar skólans, svo sem Sigríður í Djúpadal, höfðu enn víðtækari
áhrif á menningarviðleitni kvenna.
Sögu skagfirzka kvennaskólans er nú raunar lokið. Hinn nýi
skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að
Ytriey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á
Ytriey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðing-
ar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn
hans að hálfu. Þykir því hlýða að rekja sögu hans í fáum drátmm,
unz að fullu og öllu slitnaði upp úr samkomulaginu með þykkju
á báða bóga.
Skólinn tók til starfa á Ytriey haustið 1883. Þar var þá húsrúm
fyrir 20 stúlkur að kennslukonum meðtöldum. Elín Briem á
Reynistað veitti skólanum forstöðu, en samkennari hennar var
Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal. Fórst þeim kennslan vel úr hendi.
Námsgreinar voru að mestu hinar sömu og verið höfðu við
skagfirzka kvennaskólann síðustu árin. Þó var bætt við söng og
bæði kennd Islandssaga og mannkynssaga. Síðar starfaði skólinn í
þrem deildum með tveggja vetra námi fyrir þá nemendur, sem
vildu.
40