Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 43
KVENNASKÓLINN
Skólanum stjórnaði framan af tólf manna nefnd, sex frá hvom
sýslu og helmingurinn konur. Brátt þótti þetta fyrirkomulag of
þungt í vöfum, svo að forstöðumönnum var fækkað í þrjá frá
hvorri sýslu.
Aðsókn að skólanum fór hrað vaxandi. A öðrum vetri hans voru
námsmeyjar 25 og 30 hinn þriðja vetur, en ekki nutu svo margar
námsmeyjar þó kennslu allan skólatímann.
Ekki leið á löngu, unz beiðnir um skólavist tóku að berast hvað-
anæva af landinu. Kom því skjótt að því, að stækka varð húsið.
Var það að lokum stækkað svo, að það rúmaði um 40 nemendur,
en nægði þó ekki.
Einni kennslukonu varð að bæta við árið 1885. Þá var ráðin að
skólanum Dýrfinna Jónsdóttir frá Keldudal í Skagafirði, og kenndi
hún fatasaum. Arið 1887 lét Sigríður frá Djúpadal af kennslustörf-
um, giftist Sigurði bónda Jónssyni á Reynistað. Hún hafði einkum
haft með höndum verklega kennslu, var ágætur kennari og einkar
vinsæl.
Ný skipulagsskrá hafði verið samin, er skólunum var steypt sam-
an. Var svo kveðið á, að skagfirzku stjórnarnefndarmennirnir sæktu
alltaf aðalfundi skólans, sem fljótlega var farið að halda við upp-
sögn hans 15. maí ár hvert, en um leið fór og fram úttekt. Skag-
firðingar munu aldrei hafa farið eftir þessu ákvæði; létu þeir nægja,
að einn kæmi fyrir þeirra hönd, og er slíkt raunar órækt vitni um,
að sýslunefnd Skagfirðinga hefur ekki látið sér nógsamlega annt
um skólann, þótt góð samvinna væri milli sýslnanna um jöfn fram-
lög til hans framan af. Styrkir frá Alþingi og úr jafnaðarsjóði amt-
sins drógu þó drýgst.
I upphafi þessa þáttar er getið fjársöfnunar til væntanlegs al-
þýðuskóla á Borðeyri. I byggðum við Hrútafjörð höfðu safnazt til
hans laust fyrir 1870 fullir 180 ríkisdalir. Þegar farið var að safna
fé til styrktar kvennaskólanum á Ytriey, ánöfnuðu 34 gefendur til
alþýðuskólans kvennaskólanum framlög sín, rúmlega 200 krónur,
og sendu sýslunefnd yfirlýsingu um það árið 1883. Miklar deilur
spunnust út af þessu fé, en þeir, sem yfir réðu, létu það aldrei af
hendi rakna.
41