Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 44
SKAGFIRRINGABÓK
Skólahaldið á Ytriey varð ærið kostnaðarsamt, einkum vegna
aðf lutninga, enda var skólinn upphaflega settur þar niður af hreinni
neyð, þar eð hvorki fékkst fé til að koma upp skólahúsi á hentug-
um stað né til að bæta aðbúnaðinn jafn mikið og þurfa þótti. Á síð-
asta tug aldarinnar komu því hvað eftir annað fram tilmæli um að
flytja skólann á hagkvæmari stað. Skagfirðingar hreyfðu því máli
fyrst opinberlega, en meðal almennings í Skagafirði voru uppi há-
værar raddir í þá átt. Samþykkti sýslunefndin þar að hreyfa því, að
hann yrði fluttur til Sauðárkróks; mundi þá sparast mikill kostnað-
ur við aðflutninga. Var tillagan send skólanefnd Húnvetninga
ásamt greinargerð. Formaðurinn svaraði og mælti eindregið gegn
flutningnum. Segir svo í niðurlagi bréfs hans:
„... Á það er að Iíta, hvort eigi mundi vera fleira í kauptúni en
sveitabæ, er glepja kynni kennsluna, meiri freisting til gjálífis og
meiri áhætta með að námsmeyjar vendust á sitthvað, er vera kynni
miður heillavænlegt fyrir stöðu flestra þeirra i framtíðinni." —
Bréf þetta er ritað af séra Eggert Briem á Höskuldsstöðum, sem þá
var formaður skólanefndar.
Sauðárkrókur var um þessar mundir aðalverzlunarstaður Austur-
Húnvetninga engu síður en Skagfirðinga, og mun ýmsum hafa
þótt sem klerkur gæfi Sauðkrækingum heldur laklegt siðferðis-
vottorð með þessum ummælum og öðrum. Hins vegar var Elín
Briem hlynnt flutningnum.
Tillaga þessi var síðan lögð fyrir sýslunefnd Húnvetninga, sem
þegar vísaði henni á bug og tók þetta tilræði óstinnt upp. Svo segir
í fundargerð:
„Sýslunefnd þykir furðu sæta, að sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
skuli fara þess á leit, að kvennaskólinn á Ytriey verði fluttur á
Sauðárkrók, þar sem henni ætti að vera fullkunnugt um vöxt og
viðgang skólans þar og aðsókn að honum hin síðustu árin, og eins
um hitt, að stofnun þessi hefur keypt jörð og hús, en hefur hins
vegar eigi fyrir hendi nokkurt fé, er að sjálfsögðu hlyti að þurfa til
færslu skólanum í aðra sýslu."
Þrátt fyrir þessa bókun kemur fram, að Húnvetningum finnst
42