Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 45
KVENNASKÓLJNN
skólinn ekki vel settur úti á Skagaströnd, vildu hins vegar ekki fyrir
neina muni flutning hans úr héraðinu, en Skagfirðingar munu allt-
af hafa séð eftir skóla sínum í annað hérað og litið svo á, að hér
sannaðist hið fornkveðna: Réttu skrattanum litla fingur og hann
grípur alla höndina. Húnvetningar minntust hins vegar gamals
samkomulags um búnaðarskólann á Hólum áratugi áður.
Næsta tillaga um færslu skólans kom frá Eyfirðingum. Þeir
höfðu alltaf verið þess fýsandi, að allar sýslur Norðurlands stæðu
að sameiginlegum skóla, sem reistur yrði að Munkaþverá, eins og
áður er getið. Harðast höfðu sótt málið fyrir þeirra hönd Einar í
Nesi og Eggert Gunnarsson. Hvað eftir annað var reynt að komast
að samkomulagi, þar eð fátæktin stóð skólunum öllum fyrir þrif-
um. Ekki var hvað sízt skorað á Þingeyinga til samvinnu, en þeir
daufheyrðust við, létu þó tvívegis 100 krónur af hendi rakna til
skólans, árin 1880 og 1881, en aldrei upp frá því.
Nú kvisaðist norður, að ágreiningur væri risinn um Ytrieyjar-
skólann. Neyttu Eyfirðingar þess færis og báru enn fram tillögu um
sameiningu skólanna og skoruðu á allar sýslur Norðurlands til
samkomulags. Munu þeir þá hafa haft í huga að reisa skólann á
Akureyri, því að l.augalandsskólinn var kominn í mestu niður-
níðslu vegna ónógs aðbúnaðar og þrengsla, en vegur Ytrieyjarskóla
fór vaxandi með hverju ári, þótt við fjárhagsörðugleika væri að
etja.
Kosin var nefnd til að ræða málið sameiginlega, en ekki gekk
saman. Húnvetningar og Þingeyingar höfnuðu allri samvinnu.
Helzt voru Skagfirðingar viðmælanlegir, enda komu Eyfirðingar
til móts við þá: voru því ekki fráhverfir, að slíkum skóla yrði komið
á fót í Skagafirði.
Auðsætt er, að sýslurígur liefur hér verið þyngstur á metunum.
Þau rök, sem beitt hafði verið rúmum áratug áður, voru nú orðin
næsta haldlítil. Samgöngur milli sýslna höfðu stórum batnað frá
því, er sameiningarmálinu var fyrst hreyft, og efnahagur almenn-
ings slíkt hið sama. Má reikningur Olafs í Asi vegna Jónu kennslu-
konu, er getið er hér að framan og slagaði hátt upp í vetrarfæðið,
vera til vitnis um hinn gífurlega ferðakostnað í þá daga.
43