Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 46
SKAGFIRÐIN GABÓK
Skagfirðingar voru sáróánægðir, töldu kenna ofbeldis af hálfu
Húnvetninga, en máttu hins vegar sjálfum sér um kenna sökum af-
skiptaleysis um skólann allt til þessa.
Skóli Eyfirðinga var fluttur til Akureyrar haustið 1896, er útséð
þótti um samvinnu að sinni, og var hann þar á hrakhólum í leigu-
húsnæði.
Árið 1897 berst enn tillaga frá Eyfirðingum um sameiningu
kvennaskólanna. Á þinginu það ár hafði verið samþykkt 10 þús-
und króna fjárveiting til sameiginlegrar kvennaskólabyggingar
fyrir Norðurland. Kom jafnvel til tals að svipta skólana öllum
rekstursstyrks, nema þeir sameinuðust. Eyfirðingar rituðu þá enn
stjórn Ytrieyjarskóla langt bréf og fóru þess á leit, að sýslurnar
allar tækju höndum saman til að koma upp einum myndarlegum
skóla, er slíkur fjárstyrkur bauðst frá Alþingi.
Húnvetningar neituðu sem fyrr, en skagfirzka nefndin taldi
æskilegt að koma upp sameiginlegum skóla fyrir Norðurland allt,
áleit þó rétt að standa við hlið Húnvetninga, unz málinu skilaði bet-
ur fram.
Nú ber hins vegar svo við, að Húnvetningar fara þess á leit við
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, að skólinn verði fluttur á hagkvæm-
ari stað — einmitt eins og Skagfirðingar höfðu mælzt til nokkrum
árum áður, en sá hagkvæmi staður var innan Húnavatnssýslu:
Blönduós:
Upp frá þessu má segja, að klögumálin gengju á víxl milli sýsln-
anna, unz Skagfirðingar slepptu hendinni af skólanum að fullu og
öllu. Sýslunefnd felldi með 6 atkvæðum gegn 6 að veita skólanum
styrk fyrrgreint ár (1897) og einnig að mæla með styrkbeiðnum
úr landssjóði og jafnaðarsjóðum. Húnvetningar brugðust illa við
og töldu grannann brjóta á sér lög. Segir svo m. a. í sýslufundar-
gjörð:
„Sýslunefndin lætur í ljósi vanþóknun sína á framkomu sýslu-
nefndar Skagfirðinga í máli þessu og álítur, að hún eigi hafi haft
lagalega heimild fyrir aðgjörðum sínum samkvæmt skipulagsskrá
kvennaskólans."
44