Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 47
KVENNASKÓLINN
Arið 1898 koma öldungadeildir beggja sýslnanna enn saman til
sýslufundahalda. Var þá mjög rætt um bréf kvennaskólans á Akur-
eyri, sem áður er getið, og hefur þegar verið greint frá ályktun
nefndanna. Nú veitir sýslunefnd Skagafjarðarsýslu 80 króna styrk
til skólans, og þykir Húnvetningum ekki stórmannlega af hendi
reitt: „Sýslunefndin lýsir óánægju yfir því, að sýslunefnd Skaga-
f jarðarsýslu hefur á nýafstöðnum fundi ekki veitt meira en 80 kr.
til skólans, með því að hún sé skyldug til samkvæmt skipulagsskrá
skólans að leggja til hans jafnmikið fé og sýslunefnd Húnavatns-
sýslu." — I öðrum lið segir svo: „Sýslunefndin felur forstöðunefnd
kvennaskólans að hrekja ósannar fregnir um skólann, sem komið
hafa í Þjóðólfi og Fjallkonunni, og komi ósannar sögusagnir um
skólann opinberlega fram, þá að hrekja þær svo fljótt sem verða
má."
Kvennaskólastríðið er að ná hámarki. Vígstaða Húnvetninga er
að því leyti betri, að þeir láta prenta sýslufundargjörðir sínar, en
Skagfirðingar ekki. Blöðin eru hins vegar öllum opinn vettvangur.
Árið 1899 veitir sýslunefnd Skagfirðinga þó 150 kr. styrk til
skólans, jafnan hlut móti Húnvetningum, sem þó virðast una sín-
um hlut illa. Þeir samþykkja eftirfarandi tillögu:
„Sýslunefndin felur oddvita sínum að skrifa oddvita sýslunefndar
Skagafjarðarsýslu um kvennaskólamálið, svo að uppskátt verði
hvers hugar sýslunefndin þar er um samvinnu sýslunefndanna í því
að efla hag skólans og sjá honum borgið í framtíðinni."
Aldamótaárið er samþykkt á sýslufundi Húnvetninga að flytja
skólann frá Ytriey „nærri Blönduós" og felur skólanefnd að sjá um,
að skólinn sé kominn upp fyrir septemberlok árið 1901. Sýslunefnd
Skagafjarðarsýslu er tilkynnt þetta.
Á sýslufundi Skagfirðinga árið 1901 eru þessi mál enn rædd og
aðferð Húnvetninga vítt og skorað á þá að fresta öllum fram-
kvæmdum. „Neitar sýslunefndin algerlega að taka nokkurn þátt í
kostnaði við skólahússbyggingu þessa," segir í fundargerð. En
nefndin veitti 150 kr. styrk til kvennaskólans á Ytriey. Sýslunefnd
Húnvetninga birti síðan langa greinargerð, þar sem lýst er yfir, að
45