Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 50
í GÖNGUSKÖRÐUM FYRIR SJÖTÍU ÁRUM
eftir SIGURJÓN JÓNASSON
frá SkefilsstöSum
Minningaþætti þá, sem hér birtast, samdi Sigurjón Jónasson um
1953, eins og fram kemur við lestur þeirra. Þá var hann hniginn
nokkuð á áttræðisaldur og átti sex ár óiifuð, fæddur 9. september
1877 á Gunnsteinsstöðum í Langadal, dáinn 10. nóvember 1959
í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Sigurjón hóf búskap árið 1903, bjó á Hólakoti á Reykjasttönd
til 192?. síðan á Skefilsstöðum á Skaga til 1953- Hann gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína, sat í hreppsnefnd,
skattanefnd og var um tíma oddviti. Hann kvæntist árið 1903
Margréti Stefánsdóttur frá Borgargerði. Þau eignuðust sex börn,
og komust öll utan eitt til fullorðinsára (sjá Skagf. æviskrár).
Sigurjón var hagmæltur og orti allmikið. Birtist sýnishorn af
kveðskap hans í Skagfirzkum ljóðum, en kvæðasyrpur hans eru
nú varðveittar á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Einnig skráði
hann ýmsa fróðleiksþætti auk þeirra, sem nú koma fyrir almenn-
ingssjónir, þar á meðal um Reykstrendinga fyrir og um aldamót-
in síðustu. Má vera, að Skagfirðingabók flytji þá síðar. — ,,Sig-
urjón var góður bóndi, þrifinn og hirðusamur. Hann var greind-
ur maður, lágur vexti, snar í hreyfingum, glaðlyndur, ör í skapi
og hreinlyndur," segir Jón Sigurðsson á Reynistað í Skagfirzkum
æviskrám.
Hinar ágætu frásagnir Sigurjóns eru hér prentaðar eftir eigin-
handarriti iians, með smávægilegum styttingum. Allar neðan-
málsgreinar eru frá hendi útgefenda.
H. P„ K B.