Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 51
I.
UM GÖNGUSKÖRÐ
í GÖNGUSKÖRÐUM
Eins og kunnugt er, nefnist hlíðin vestan byggðar í utan-
verðum Skagafirði Sæmundarhlíð. Þegar út um fjarðarbotninn
kemur, endar hlíðin, og kallast þar Hlíðarendi. Rofnar fjallgarður-
inn af skarði allmiklu, er nefnist Gönguskarð. Um það rennur
Gönguskarðsá til sjóar rétt norðan við kaupstaðinn Sauðárkrók, en
norðan þess rís Tindastóll, sérstætt og svipmikið fjall.
Þegar upp í skarðið dregur, greinist það í þrjá dali. I dölum
þessum er víða graslendi allmikið og landkostir góðir, en snjóþungt
er þar á vetrum og oft harðviðrasamt, eins og Baldvin skáldi kveð-
ur.
Dal í þröngum drífa stíf
dynur á svöngum hjörðum.
Nú er öngum of gott líf
uppi’ í Gönguskörðum.
En þar er líka víða vor- og sumarfrítt, nóg skjól og gnægð blóma
og grasa, eins og segir í vísum um Gönguskörð eftir þann, er þetta
ritar. Þar í er þessi vísa:
Drekkur sólar dýrðleg rún
dögg af hól og bala.
Reyr og f jóla í brekkubrún
blíðmál róleg hjala.
Þessir dalir voru og eru einu nafni nefndir Gönguskörð, og á þó
hver dalur sitt sérstaka nafn.
Um 1880 voru 13 býli í Gönguskörðum, en nú, 1953, eru þau
aðeins 4. Skörðin, eins og þau eru oftast kölluð, voru á þeim tíma
sérstakt byggðarlag. Raunar var það í hinum forna Sauðárhreppi,
en hafði að því leyti sérstöðu í hreppnum, að þar voru aðrir bú-
skaparhættir og önnur aðstaða en í hinum hreppshlutunum, sem
voru Borgarsveit og Reykjaströnd. A Reykjaströnd var smndað
4
49