Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 52
SKAGFIRÐINGABÓK
sjóargagn jafnhliða, og ef til vill framar en sveitabúskapur, cg í
Borgarsveit var ýmislegt sameiginlegt við aðalhéraðið og því önn-
ur aðstaða, enda sums staðar stunduð sjósókn, t. d. frá Sauðá og
Sjávarborg, en Skörðin voru eingöngu landbúnaðarsveit, þó mis-
jafn væri búskapurinn, og kom þar margt til greina.
Gönguskarð, og svo Gönguskörð, hefur eflaust dregið nafn af
því, að þaðan liggja leiðir um alla dalina til norðurhluta Austur-
Húnavatnssýslu og eins norður á Skaga.
Austasti dalurinn í Skörðunum nefnist Hryggjadalur. Hann
stefnir í suðvestur. Eftir honum rennur Gönguskarðsá, og er hún
talsvert vatnsfall.
I Hryggjadal voru 3 býli. Neðst eða yzt var Skollatunga, og er
enn í byggð; þá Hryggir og fremst Gvendarstaðir. Dalur þessi er
mjór, þröngur og aðkrepptur, einkum á parti utan við Hryggja-
bæinn. Graslendi lítið nema eyrar með ánni, en ágæt hagbeit í fjall-
inu.
Gvendarstaðir fóru í eyði 189S. Síðast bjuggu þar Hannes
Kristjánsson og Þóra Jónsdóttir, foreldrar Sveins skálds frá Elivog-
um. Hryggir voru í byggð til 1913. Síðasti ábúandi þar var Hjörtur
Benediktsson, er fór þaðan að Glaumbæ.
A síðustu áratugum nítjándu aldar, og fram yfir aldamót, var
mjög fjölfarin leið um Hryggjadal til Húnavatnssýslu. Eftir að
verzlun kom á Sauðárkrók, þótti bændum úr framparti Langadals
og úr Laxárdal, jafnvel úr Blöndudal, betra að sækja verzhm þang-
að en til Blönduóss, og voru allar þær lestaferðir farnar um
Hryggjadal. Bæirnir stóðu allir vestan Gönguskarðsár, og þeim
megin var líka ferðamannaleiðin.
Eins og áður er á minnzt, er dalurinn þröngur utan við bæinn
Hryggi, og er þar brattur melur á parti niður að ánni. Hafði leys-
ingavatn grafið gilskorur niður í melinn, og hafði því myndazt þar
smágil og hryggir á milli. Þetta voru nefndir Kambar og leiðin oft-
ast kennd við þá og nefnd Kambavegur, og var kallað að fara vest-
ur Kamba. I vorleysingum dýpkuðu sí og æ gilskorurnar og götu-
slóðin hvarf. Tóku menn þarna af bæjunum sig stundum til á vor-
in og mokuðu niður götuna. Held ég, að Húnvetningar hafi stund-
50