Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 53
í GÖNGUSKÖRÐUM
um lagt í það púkk, en ekki hefur sú vegabót verið merkileg eða
varanleg, enda ódýr.
Eitthvað heyrði ég um það, þegar ég var barn þarna í Skörðun-
um, að komið hefði það fyrir, að hestar með klyfjum hefðu oltið
þarna ofan fyrir, en ekki man ég eftir, að ég heyrði minnzt á dauða-
slys í því sambandi.
Næsti dalur vestan við Hryggjadal nefnist Kálfarsdaiur eða
Kálfárdalur. Eftir honum rennur samnefnd árspræna. Dalurinn
liggur tii suðvesturs fyrst, síðan til vesturs og síðast til norðvesturs.
Hann er grösugur vel og sums staðar ágætar engjar.
Um 1880 voru 4 bæir byggðir í dal þessum; neðst Kálfárdalur,
sem enn er í byggð, þá Selhólar, Skálarhnjúkur1 og Þórðarsel, sem
fór í eyði 1882.
Eftir að kemur fram fyrir Selhóla, beygist dalurinn meir til vest-
urs og síðan til norðvesturs, eins og fyrr segir, og er þar oft nefndur
Skálarhnjúksdalur. Um Selhóla, og þar vestan við, er dalbotninn
mjög hallalítill eða hallalaus. I hólunum framan við kotið eru víða
pollar og smátjarnir, sumar alldjúpar, og veit ég varla, hvert úr
þeim rennur; þó mun það vera til norðausturs, og eru það þá upp-
tök Kálfár.
Fyrir framan nefnda hóla breikkar dalurinn mjög, svo að þegar
lítið eitt utar dregur, mun hann allt að kílómeters breiður í botn-
inn. Eru þar starengjar góðar, en blautar mjög.
Þegar maður horfir úr f jallinu fyrir ofan Selhóla yfir þetta lands-
lag, gæti maður hugsað sér, að þarna í dalkvosinni hefði í grárri
fornöld verið stöðuvatn, en við umbrot elds eða ísa hefði geysi-
mikið stykki hlaupið fram úr fjallinu að vestan og fyllt upp vatnið,
og svo um aldir og áraraðir hefði vatn borið sand, aur og leir yfir
þetta svæði og gjört allt slétt og þannig undirbúið hið prýðilega
graslendi þarna. Og f jallið vestan við ber þess óræk merki, að þarna
hefur einlivern tíma gengið mikið á, því þar gín við skarð mikið og
ófrítt, sem nefnt er Tröllabotnar. Þar standa víða háir klettadrang-
1 í ritum er ýmist Skálarhnjúkur eða Skálahnjúkur, jafnvel Skálárhnjúkur
(Jarðatal Johnsens).
51