Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 54
SKAGFIRÐIN GABÓK
ar, sem orðið hafa eftir, þegar hlaupið féll eða dagað uppi, eins og
þjóðsögurnar mundu orða það. Drangar þessir nefnast Tröll.
Ofan úr Tröllabotnum kemur dálítill lækur eða smá á, sem
Tröllá nefnist. Rétt ofan við flóann fellur hún fram af ca. 6 metra
háum klettastalli, og myndast þar prýðilega snotur foss. Feilur
vatnið í einu lagi niður, og mátti ganga bak við fossinn, þegar ég
var lítill drengur, og ef til vill er svo enn. Þetta er Tröllafoss.
Þarna fyrir neðan hefur áin dreift sér og myndað eyrar, en renn-
ur svo milli grasivafinna bakka norðvestur og svo norður, og er
hún hin fyrstu upptök Laxár í ytri Laxárdal, sem svo fellur út í
Sævarlandsvík.
Þarna á eyrunum neðan við Tröllafoss var á tímabili býli, sem
nefnt var Trölleyrar, og hefur það þá verið f jórtánda býlið í Skörð-
unum. Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað segir í Búendatali
sínu, að Trölleyrar séu fyrst byggðar 1854 úr Skálarhnjúkslandi,
og hét sá Daníel Þorsteinsson, er kotið byggði. Hann dó þar 185S.
Síðasti ábúandinn þarna var Hálfdán Níelsson skálda; fer þaðan
1863, og hefur þá kotið verið í ábúð 9 ár.1 2
Þessi Daníel Þorsteinsson, sem hér er nefndur, hafði áður búið
nm 12 ára bi! í Þórðarseli, og kann ég bændavísu um hann þar:
Daníel með þrifið þel
Þórðarseli ræður.
Þorsteins tel ég arfa. El,“
úða og hélu þekkir vel.
Eins og áður er á minnzt, var dalurinn, þegar þarna kom, oft
nefndt.r Skálarhnjúksdalur, og var um hann fjölfarin vetrarleið á
milli sýsJnanna um miðbik nítjándu aldar, meðan aðalverzlun var
á Höfðakaupstað eða Hólanesi, en hvorki á Blönduósi né Sauð-
árkrók i. Þótti Vestur-Skagfirðingum hentugt að fara þessa leið. Var
1 Nt-faa mætti til viðbótar yzta býlið á dalnum, Fannlaugarstaði, talið til
Laxárdals í Jarða- og búendatali. Það var í ábúð á tímabilinu 1823—1852.
Þar bj 5 aðeins einn bóndi, Sigurður Gíslason, nefndur „trölli".
2 el == él.
52