Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 60
SKAGFIRRINGABÓK
verður frá sagt.1 3. Gunnlaugur; drukknaði á Suðurnesjum um
1885, rúmt tvítugur. Talinn mjög efnilegur maður.2 4. Helga;
giftist ekki, en átti einn son, Gunnlaug Fossberg, kaupmann í
Reykjavík. 5. Guðrún; frá henni verður nokkuð sagt síðar. 6.
Jóhann Pétur; giftist Friðrikku Steingrímsdóttur frá Neðstabæ í
Norðurárdal; varð ekki gamall. Þeirra dórtir er Guðrún, húsfreyja
að Kagaðarhóli á Asum. 7. Vilhelmína Þorgerður, og var hún
yngst, f. 1877. Um tvítugsaldur fluttist hún til Suðurlands, giftist
þar og átti börn, og kann ég ekki fleira frá henni að segja.
Eins og að líkum lætur hefur oft verið þröngt í búi hjá þeim
Skálarhnjúkshjónum með barnahópinn sinn, ekki sízt þegar þess
er gætt, að á þessu búskapartímabili þeirra gengu hér yfir Norð-
urland hin mestu harðindaár, er komu á síðari hluta nítjándu aldar,
s. s. 1875 og 76, og svo 1880—82. En aldrei kvörtuðu þau eða
óskuðu eftir almenningshjálp. Ennfremur ber að gæta þess, hvað
allir aðdrættir voru erfiðir til afdala á þeim tímum. Fyrstu árin
engin verzlun nær en á Höfðakaupstað, og svo eftir að verzlun
kom á Sauðárkrók, þótti ekki heiglum hent að koma heim bjarg-
ræði um vetur í kafa ófærð og hörðum veðrum og þurfa þá að
bera allt á bakinu eða draga á skíðasleða. Er það undravert, horft
frá nútíma sjónarmiði, hvernig fátækar fjölskyldur gátu lifað til
afdala á þeim árum. En sigurinn vannst, ef heilsa entist, með hin-
um bjargfasta ásetningi alþýðumannsins að vera sjálfum sér nóg-
ur og sækja ekkert til annarra, þó það kostaði erfiði, þrautir og
jafnvel hungur. Það, sem bjargað hefur á þessum stað, voru að
sjálfsögðu landkostirnir, engjar nærtækar, víðlendar og grasgefnar,
og svo kostabeit, þegar til jarðar náðist, því þá nagaði hrossastóð
ekki upp hvern blett, eins og síðar varð.
Hjón þessi áttu víst alltaf talsverðan bústofn — ekki veit ég
hvað stóran, og höfðu af honum góðar afurðir, því vel var fóðrað.
Kýr hafa sennilega ekki verið nema ein eða tvær, því túnið hafði
1 F. 21. marz 1860.
2 Gunnlaugur drukknaði 28. apríl 1888. Reri ásamt tveimur mönnum
öðrum á bát frá Stóru-Vatnsleysu, og fórust þeir allir, sbr. „Ommu", Ak.
1961 (ný útg.), bls. 368.
58