Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 62
SKAGFIRÐINGABÓK
erfitt, þá hefði ekkert þreytt sig eins og aðdrættirnir, fyrst og
fremst að vetrinum, en einnig vor og haust, þar sem allt var ein
vegleysa frá Kálfárdal og heim til hans, lengst af ótræðar keldur
og flóar. Það þurfti að bera klyfjarnar af hrossunum yfir hverja
kelduna af annarri, og stundum lá við að hrossin festust í eðjunni.
I þessu sambandi dettur mér í hug smásaga, sem ég heyrði í
æsku, og man ég hana víst eingöngu vegna þess, að hún stendur
í sambandi við vísu.
Einhverju sinni var húskona hjá þeim hjónum, er Margrét hét,
ég held Þorvarðardóttir,1 og var hún hagmælt og glaðsinna. Svo
bar við um veturinn, að Gunnar kemur úr kaupstaðarferð með
þunga byrði á baki. Heimafólkið var úti statt, er hann gekk í hlað,
til að fagna honum. Leggur hann nú af sér byrðina, heilsar fólk-
inu og segir:
Marga byrði ber ég heim á baki mínu.
Og Margrét botnar þegar þannig:
Þjakaður af þungri pínu.
Og bætir svo við: „Þarna ertu búinn að gera vísu, Gunnar minn."
Gunnar lítur framan í hana og segir: „Nú; það hefði mér aldrei
dottið í hug, að hún mætti vera svona stutt."
Sjálfsagt hefur það Skálarhnjúksfólk allt verið duglegt til vinnu,
þegar það var komið að verki, því allt var það heilsugott og þrek-
mikið, en frekar held ég það hafi verið seint til verks. En velvirk
voru þau systkinin, er ég kynntist.
Þess er áður getið, að Gunnar var hagur til smíða, einkum járn-
smíða. Hafði hann smiðju á bæ sínum, sem þá var títt, og smíðaði
fyrir nágranna sína ljábakka o. fl. En sennilega hefur hann litlar
tekjur haft af þeirri vinnu, nema þá svo, að gjörð hefur verið bón
hans í staðinn.
1 Mun hafa verið dóttir séra Þorvarðar Jónssonar á Hofi á Skagaströnd.
60