Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 63
í GÖNGUSKÖRÐUM
En eitt var það smíði, sem hann gjörði tilsvert mikið að, og það
eftir að hann var orðinn aldraður og hættur öðrum smíðum, og
það vortu skónálar. Eftir þeim var sótzt eins og hverjum öðrum ó-
missandi hlut, og þóttu nálar eftir Gunnar öðrum betri að lagi og
biti. A það bendir þessi vísa:
Sá var iðinn, sóma bar,
sízt því friðinn lesti.
Nadda viður nýtur var
nálasmiður bezti.
Eg vil inna að því hér, að það voru meiri firnin, sem nota þurfti
af skónálum á heimilum, þar sem margt fólk var, meðan allir skór
á yngri sem eldri voru heimagerðir og bættir og efnið allt frá
þykkasta nautsleðri og niður í lambsbjór. Það þurfti því nálar af
ýmsum stærðum og gerðum til þessarar iðju, og var það ekki á
færi nema hagleiksmanna að smíða skónálar svo vel væri og kven-
fólkinu geðjaðist að, því öll var skógerðin í þess verkahring. Ekki
veit ég, hvað skónálar hafa kostað eða hvað upp úr smíði þeirra
var að hafa, en sjálfsagt hefur það verið lítið á nútíðar mælikvarða.
En hitt veit ég, að Gunnar fékk nálarnar oft vel borgaðar, þegar
þær voru goldnar vörum, s. s. fiskæti og öðru þ. h. Ekki er mér
ugglaust um, að Gunnar hafi stundum látið nálarsmíðið ganga
fyrir nauðsynlegri störfum, og skal hér sögð ein saga því til sönn-
unar.
Foreldrar mínir voru í húsmennsku í Selhólum árin 1879—81.
Þá var það einn góðan veðurdag um sumarið, að faðir minn ætlar
að binda heim hey, og bóndinn, sem búráð hafði á kotinu, ætlaði
líka að binda. Nú átti faðir minn ekki nema tvö hross, sem hann
varð að flytja á, og ganga svo með. Þegar hann kemur vestur á
engið, hittir hann krakka frá Skálarhnjúk, sem var að smala ánum.
Spyr faðir minn þá krakkann, hvort pabbi hans ætli að binda í dag.
Barnið svarar því neitandi. Þá spyr faðir minn, hvort hrossin hafi
verið heima við. „Já, rétt fyrir ofan túnið," svarar barnið. Faðir
minn bregður þegar við, tekur reiðinginn af öðru hrossinu og ríður
61