Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 65
I GONGUSKORÐUM
taka jóðsóttina, þótt hún hafi ekki búizt við sér svo fljótt. Ingi-
björg vekur þegar Jóhann son sinn og felur honum að fara tafar-
laust ofan á Sauðárkrók til að sækja Ijósmóður.
Er svo ekki að orðlengja það, að barnsfæðingin gekk upp á það
bezta. Heilsaðist móður og barni vel, og dvaldi hún í Skálarhnjúk,
þar til hún var orðin svo vel frísk, að hún gat haldið áfram ferð
sinni vestur með barn sitt. Sennilegt tel ég, að sængurlegan, önnur
aðhlynning og fyrirhöfn hafi verið borguð, en sjálfsagt ekki eins
og vert hefði verið, þó um það hafi ég raunar enga vissu.
Eftir að ég stálpaðist, man ég eftir því, að Ingibjörg fór flesta
laugardaga um hásumarið ofan á Sauðátkrók ríðandi með reiðings-
hest og flutti þá á honum mjólk, smjör, skyr og rjóma til efnaðri
húsmæðra þar í kaupstaðnum, sem hún í orði kveðnu gaf vörur
sínar, en þær borguðu henni víst sumar eða allar ríkulega. Mest
man ég hún rómaði útlát frú Onnu Claessen og Olafar Hall-
grímsdóttur, konu Stefáns Jónssonar faktors, sem kallaður var.
Einnig lét húr. sjómönnum í té vörur sínar og fékk fiskmeti í stað-
inn, sem sjaldnast hefur líklega verið viktað, þar eð allir vildu
gjöra þeim Skálarhnjúkshjónum greiða, því þau voru mikils virt
af öllum, sem þeim kynntust, vegna greiðasemi, áreiðanlegheita
og annarra mannkosta. Annars var Skálarhnjúksfólk allt sérlega
áreiðanlegt í öllum viðskiptum, orðheldið og drenglynt.
Þegar þau Skálarhnjúkssystkin komust til aldurs og þroska, fóru
þau fljótlega að vinna fyrir sér. Bræðurnir, Gunnlaugur og Haf-
liði, fóru til sjóar haust og vor og öfluðu þannig bjargræðis handa
heimilinu. Og svo eftir að þeir höfðu þroska til, reru þeir á vetrum
á Suðurnesjum, eins og títt var um unga menn. Og þar drukknaði
Gunnlaugur, eins og áður er getið. Hafliði bróðir hans var á sama
bæ þann vetur, en reri á öðru skipi. Talað heyrði ég um það, að
hann hefði tekið mjög nærri sér fráfall bróður síns og orðið
eftir það sem áttavilltur í lífinu, því áður fetaði hann að öllu í
fótspor bróður síns, sem hann fann, að var sér langt um fremri að
öllu andlegu atgervi. Suma heyrði ég halda því fram, að Hafliði
væri fákænn, jafnvel hálfviti. Slíkt var fjarri sanni, því verksvit
63