Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 66
SKAGFIRÐIN GABÓK
hafði hann gott, en vel má vera, að eitthvað hafi vantað í hann, til
þess að hann væri að fullu eins og annað fólk.
Eftir fráfall Gunnlaugs hélt Hafliði uppteknum hætti með at-
vinnu sína, heyjaði með foreldrum sínum á sumrum, en var við
sjó aðra tíma. Oft fannst það á, að hann var dálítið undarlegur og
viðutan; hefur kannski verið það alla tíð, en þess ekki gætt, meðan
hann var með bróður sínum. Stundum var hann í kaupavinnu og í
vorverkum hjá bændum við torfristu og fleira, eins og Jón Kapras-
íusson kvað:
Oft Hafliði iðkar siði þarfa.
Rær á sjá og ristir torf,
rennir ljá og bærir orf.
Það var einhverju sinni, þá er foreldrar mínir voru í Selhólum,
að Hafliði kom, og var hann þá sendur af móður sinni til að fá
lánað hesputré. Hafliði beið eftir góðgerðum og var hinn rólegasri.
Nú er honum afhent hesputréð. Tekur hann þá upp úr vasa sínum
vænt og Iangt snæri og bindur hesputréð vel og vandlega á bak
sér þarna inni í baðstofunni. Eitthvað fóru nú konurnar að brosa,
en sögðu ekkert. Kveður nú Hafliði þær og ætlar svo að snarast
út, en þá voru dyrnar heldur litlar; snýr hann sér á ýmsar hliðar,
en kemst ekki út að heldur. Segir þá móðir mín: „Þú verður lík-
lega að leysa af þér hesputréð, Hafliði minn, dyrnar eru svo litlar."
„Það er víst," gegnir Hafliði, „það er þá svona stórt." Leysti hann
nú af sér tréð og bar það út og batt svo á sig á ný.
Minnzt heyrði ég á það, að þegar Hafliði var við sjó, þá hefðu
skipsfélagar hans stundum skopazt að honum og strítt honum, en
hann tekið því venjulegast með jafnaðargeði. Mér dettur í hug
smásaga þessu viðvíkjandi:
Það var víst árið 1880, að bróðir minn, sem Gunnar heitir,
nokkrum árum eldri en ég — nú til heimilis á Siglufirði, háaldrað-
ur — var í dvöl, sem kallað var (matvinnungur), á þeim bæ, sem
Hólkot heitir á Reykjaströnd. Bóndinn hét Bjarni og var Péturs-
son. Kona hans hét Kristín Þorleifsdóttir frá Reykjum þar á
ströndinni. Bjarni hélt út báti um haustið, og reri Hafliði frá
64