Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 67
í GÖNGUSKÖRÐUM
Skálarhnjúk hjá honum meðal annarra. Þar reri og þetta haust
maður að nafni Jóhannes, minnir mig, frá Daufá frammi í Skaga-
firði. Var hann skemmtinn, glaðsinna og hagmælmr vel. Oft
spjallaði hann sitt af hverju við Hafliða um kvenfólk og fleira og
gerði víst um hann marga stöku, þó nú séu þær týndar. Vinnu-
stúlka var þar á bænum, er Hallbera hét, og eignuðu þeir piltar
Hafliða hana. Einhverju sinni var það, að Hafliði fór heim til að
sækja sér mat. Gjörði þá hríðar og frátök. Þá kvað Jóhannes:
Af eymdarríku ástandi
auðar sýkist þöllin.
Höllu svíkur Hafliði,
hann í strýkur fjöllin.
Eftir nokkurn tíma kom Hafliði aftur í verið. Þá kvað Jóhann-
es enn:
Allt burt rættist andstreymi,
unaðs bætti gróða.
Við Höllu sættist Hafliði,
hringa kættist tróða.
Af þessari kvæðagjörð kann ég ekki meira.
Einhverju sinni var það þetta haust, að nefndur Jóhannes kvað
Hjálmars rímur hugumstóra eftir Hallgrím Jónsson lækni, sem
kallaður var. Þótti öllum góð skemmtan og hlustuðu með athygli,
þar á meðal Hafliði. Þegar að því kemur í rímunum, að víkingtur-
inn skipaði að slá skjaldborg um Týrus konung eru þessar vísur:
Og síðan:
Skjaldborg eina byggja bað,
buðlungs meina hrakið það.
(seinni partur)
5
Orkað fá ei þrælar því,
þengill óður gerðist,
65