Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 68
SKAGFIRÐl N GABÓK
hjörinn bláa bar við ský,
benja lá þar vóx á ný.
Þá grípur Hafliði fram í og segir: „A — fór að síga í hann.
Þeir hefðu ekki átt að vera að hugsa um að byggja."
Fleiri smásögur man ég ekki um Hafliða, en allmargar munu
þær hafa verið til.
Um 1890 giftist Hafliði húnvetnskri ekkju, Sólveigu Jóhanns-
dóttur að nafni, og fór að búa í Selhólum 1891- Konan átti tvö
börn stálpuð. Eitthvað munu foreldrar hans hafa látið af mörkum
við hann, að minnsta kosti eitthvað af búshlutum, eins og segir í
þessari vísu um Hafliða eftir þann, er þetta ritar:
Fingrasnjó og föngin æ
faðirinn dró að halnum.
Nýtur bjó á næsta bæ,
neðar þó í dalnum.
En búskapurinn þarna varð ekki langur. Þau fluttu 1898 til
Sauðárkróks og voru þar allmörg ár. Og ekki hefur verið búið
í Selhóhun, síðan Hafliði fór þaðan.1
Ekki mun búskapur Hafliða hafa gengið vel á Sauðárkróki.
Skildu þau hjón, og fór Sólveig til Ameríku með börn þeirra, en
geðbilun sótti nú mjög á Hafliða, og fór hann á hálfgerðan ver-
gang. Var seinast settur á Klepp, og þar dó hann.2
1 Hafliði og Sólveig giftust ekki fyrr en 10. september 1897. Var hún
ráðskona hans fram að þeim tíma. Á Sauðárkróki reisti Hafliði sér bæ
úti á Eyrinni, svonefndan Brekkubæ.
- Sólveig fór til Vesturheims árið 1904, en þrjú börn hennar árið eftir:
Hólmfríður Helgadóttir (af fyrra hjónabandi), vinnukona, 21 árs, og dætur
Hafliða, Jóhanna Ingiríður, 8 ára, og Elín G. Torfhildur, 5 ára (nafn
hennar finnst einnig ritað svo: Guðbjörg E. Hafliðadóttir). Sigurður
Þorsteinn, sonur Sólveigar af fyrra hjónabandi, fylgdist ekki með móður
sinni vestur og átti heima á Sauðárkróki til æviloka. — Hafliði kom á
Kieppsspítala 22. maí 1908 og lézt þar 27. apríl 1929.
66