Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 69
í GÖNGUSKÖRÐUM
Guðrún frá Skálarhnjúk fór snemma í vinnumennsku og dvaldi
til og frá. Meðal annars var hún vinnukona hjá Guðmundi lækni
Magnússyni, síðar prófessor, þegar hann var héraðslæknir á Sauð-
árkróki, og fluttist svo með þeim hjónum til Reykjavíkur. Gekk
hún þar á kvennaskóla og fékk talsverða menntun,enda bókhneigð.
Eftir það kom hún norður aftur og gerðist þá barnakennari í
Skefilsstaðahreppi tvo vetur, en var í kaupavinnu á sumrum. Þá
réðist hún sem ráðskona til Guðvarðar Magnússonar bónda á
Hafragili í Laxárdal ytri. Hann var þá ekkjumaður, og var hún
hjá honum lengst af, þangað til hann andaðist.
Eftir það var Guðrún í húsmennsku á Hafragili og heyjaði
handa fáeinum kindum, sem hún átti. Börn átti hún engin. Hún
dó 21. marz 1943, 74 ára.
Guðrún var gestrisin og glaðlynd, fróð og minnug og ofurlítið
hagmælt. Hún var vel virt af nágrönnum sínum.
III.
FORELDRAR MÍNIR OG ÉG
Foreldrar mínir, Jónas Jónsson og Vigdís Guðmunds-
dóttir, sem voru bláfátæk, höfðu á árunum 1870—76 verið á
hrakningi í kotunum á Laxárdal fremri, síðast í Móbergsseli, sem
stóð í Litla-Vatnsskarði. Móbergssel taldist til Húnavatnssýslu.
Um veturinn eða vorið 1877 flosnuðu þau upp af kotinu, og
fór faðir minn í vinnumennsku fram í Skagafjörð með bróður
minn þá átta ára. En móðir mín fékk húsmennsku á Gunnsteins-
stöðum í Langadal, og þar fæddist ég 9. september 1877.
Vorið 1879 fluttu foreldrar mínir aftur saman og fengu þá hús-
mennsku á Selhólum í Gönguskörðum. Þar höfðu búráð Þorlákur
Guðmundsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Þau voru þá aldur-
hnigin. Þorlákur hefur víst verið dugnaðar- og atorkumaður á
yngri árum, og sagt var mér, að hann hefði verið bátsformaður
lengi, bæði frá Sauðá og víðar, enda oft kallaður Sauðár-Láki. Ekki
veit ég, hvaðan hann var ættaður, en Hólmfríður kona hans var
67