Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 77
í GÖNGUSKÖRÐUM
stutt, þó komið væri heim með 1—2 skreppur í bjargarlítið bú
(1 skreppa 12,5 kg).
Fátæklingarnir þarna úr Skörðunum fóru líka stundum á vorin
út á Reykjaströnd og keyptu eða fengu gefins hrognkelsi, sem þóttu
mikið dýrmæti í bjargarskortinum. En sá Ijóður var á þessum að-
dráttum, að mjög lítið var hægt að flytja á einum hesti af nýjum
hrognkelsum, Ianga leið í misjafnri færð.
Eitt var það bjargráð, ef bjargráð skyldi kalla, sem fátækling-
arnir hvörfluðu til, þegar í sárustu nauðir rak, bæði þarna í Skörð-
unum og í fleiri byggðarlögum, eftir því sem mér hefur verið sagt,
— það voru lausamennirnir, gróðamennirnir, sem kallaðir voru.
Það voru einhleypir menn, sem áttu margt af sauðfé, bæði ær og
sauði. Sumt leigðu þeir — létu í byggingu, sem svo var nefnt. Ær,
sem leigðar voru, hvíldu í ábyrgð leigutaka, og að enduðum leigu-
tíma skyldi hann skila jafnmörgum ám, loðnum og lembdum, í
fardögum. Leigan minnir mig að væri 2 kr. eftir á um árið. Stund-
um var þannig samið, að látinn var framgenginn gemlingur eftir 3
ær og honum þá stundum bætt við leiguærnar, sem þannig fjölg-
aði fljótlega. Lömbum sínum komu gróðamennirnir á fóður yfir
veturinn. Ef fátæklingurinn hafði heyjaráð á haustin, varð hann
feginn að taka á fóður, svo hann gæti fengið úttekt úr kaupstað að
haustinu eða að minnsta kosti fyrir jól, því eftir nýár lánuðu kaup-
menn oftast eitthvað dálítið af matvöru. Stundum létu gróðamenn-
irnar sauðaslátur og mör upp í lambsfóðrin.
Flest af fullorðnu fé sínu höfðu gróðamennirnir heima og heyj-
uðu handa því sjálfir, annaðhvort einir eða í samvinnu við húsbónd-
ann á bænum. A haustin slátruðu þeir sauðum og öðru geldfé og
söltuðu niður í ílát. Svo þegar fram á veturinn kom, t. d. fram um
góulok (20. marz), var oft farið að verða lítið um matbjörg hjá
kotungunum og ekki til neins að biðja um lán í kaupstaðnum; var
þá ekki nema um annað tveggja að gjöra, að fara til hreppsstjórn-
arinnar eða gróðamannsins, og var sá kosturinn tekinn, því fylgdi
þó engin réttinda- eða æruskerðing — og gróðamaðurinn hjálpaði
um kjör, tólg og kannski kaupstaðarúttekt upp á gemlinga í vor.
75