Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 82
SKAGFIRÐIN GABOK
sjálfsögðu meðan hann var í verðinum. Gef ég honum orðið, er
hann 4. maí fyrrgreint ár ræðir um Keldudalsstöðvar:
„Atti ég að ríða á vörðinn á þessum kafla frá Skatastöðum fram
á Keldudal. Með mér nefndur Hjálmar á Breið, bóndi Pétursson.
Um miðjan þ. m. átti vörður að byrja, svo að nú var ekki um þægi-
legt að velja fyrir mig. Eg mannlaus yfir vor og sumarið, en óðs
manns æði að segja sig frá verðinum, þar mér nú voru ánafnaðar
4.25 yfir daginn ..."
Líður nú sumarið og verður efni dagbókarinnar ekki rakið hér.
En sunnudaginn 11. september — á vígsludegi Goðdalakirkju —
segir svo í dagbókinni:
„Það sagði Hjálmar enn í fréttaskyni, að mannrolu sá hann fram
við Fossá, er hann kom framan Jökuldalinn þar á móti. Sá hann
fyrst niður við ármót, þar sem Fossá fellur í Jökulsá. Stóð hann þar
hreyfingarlaus, unz hann kom auga á Hjálmar á móti. Þá lagði
hann hægt og hægt upp með ánni í gilið — og hvarf þá.
Það sá Hjálmar, að maður þessi leit við yfir um öðru hverju,
og flóttalega sýndist honum hann fara, læddist upp með ánni og
studdi hönd á jörð öðru hverju, sem væri hann yfirkominn af
þreytu.
Höfðum við margar getur um, hver maður þessi væri. Þótti ekki
líklegt, að hann væri fjárleitarmaður að norðan, þarna staddur svo
seint á degi, hundlaus og með þessum bjálfatilburðum. Hugðum
við hann því vera mundu srrokumann eða vitfirring."
Enga skýringu fengu þeir félagar á þessari gátu þann daginn eða
hinn næsta. Munu þeir þó hafa þótzt vissir um, að hér hefði maður
horfið Hjálmari í gljúfrin, en ekki svipur. — Hinn 13. september
segir svo í dagbókinni:
„Eg á ytra verði; fór yfir að Arbæ1 eftir pottköku, er Ingibjörg,
kona Kristjáns, bakaði fyrir mig. Var þar kominn gestur: Hafliði
hinn sinnisveiki Gunnarsson, — sá er að Skatastöðum kom vorið
1902 og óð ána fyrir utan kláfinn. Fór hann þá vestur í Húna-
vatnssýslu og suður um land og var um tíma í Arnessýslunni.
1 Höfundurinn ritar ávallt Arbcer, en ekki Abcer.
80