Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 87
MINNINGASLITUR UM STEPHAN G
eftir JÓNAS JÓNASSON
frá Hofdölum
Mttur sá, sem hér getur að lesa, var saminn kringum 1950 og
upphaflega ætlaður til flutnings í útvarpi, en einhverra hluta
vegna kom hann ekki fram á þeim vettvangi. Hann er hér prent-
aður eftir eiginhandarriti höfundarins, með lítils háttar stytdng-
um.
Jónas Jónasson var fæddur 13. nóvember 1879 á Tyrfingsstöðum
á Kjálka. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Katrín Hinriks-
dóttir, sem lengst bjuggu á Miðsitju í Blönduhlíð. Jónas gekk á
Hólaskóla og tók próf þaðan 1899; kvæntist þremur árum síðar
Önnu Jónsdóttur frá Þorleifsstöðum, og bjuggu þau á ýmsum
jörðum austan Vatna í Skagafirði frá 1903—1936, lengst á
Syðri-Hofdölum. Eftir það áttu þau heimili á Sauðárkróki. Jafn-
framt var Jónas um langt skeið varðmaður við Grundarstokks-
brú, og munu þeir ófáir, sem minnast hans í því starfi. Jónas lézt
á Sauðárkróki 22. ágúst 1965.
Jónas frá Hofdölum, eins og hann var oftast nefndur manna á
meðal, var prýðilega hagorður. Hafa kvæði eftir hann og vísur
birzt allvíða á prenti, m. a. í Skagfirzkum ljóðum. Fróðleiksmað-
ur var hann og mikill og ritaði óbundið mál með ágætum.
Hann samdi sjálfsævisöguþætti, sem Nýjar kvöldvökur fluttu
að staðaldri frá 1960 og þar til útgáfa ritsins féll niður.
K.B., H.P.
Ekki man ég nú glöggt, hvenær ég las fyrst kvæði eftir
Stephan G. Eflaust hefur það verið 1893—1894. Vorið 1893 fór
85