Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 88
SKAGFIRÐINGABÓK
ég í vist að Vindheimum í Tungusveit. Húsmóðir mín hét Hólm-
fríður Jóhannsdóttir, systir Eggerts Jóhannssonar, sem þá var orð-
inn ritstjóri Heimskringlu. Hann var ritstjóri Heimskringlu frá
1886—1897. Eggert sendi systur sinni blaðið og auk þess Nýju
Oldina, sem mig minnir, að Jón Ólafsson gæfi þá út. I báðum þess-
um blöðum birtust kvæði eftir Stephan G. Sérstaklega man ég eftir
kvæðinu Myndin, sem Nýja Öldin flutti. Því fylgdi mynd af skáld-
inu. Var ég stórhrifinn af því, fannst það svo frumlegt og skemmti-
lega kímið. Var það fyrsta kvæðið, sem ég Iærði eftir Stephan G.
Eg hafði ekkert af Ijóðum lesið nema rímur, fyrr en ég kom að
Vindheimum. Var snemma ljóðelskur og fljótur að læra þau þeirra,
sem hrifu mig.
A Vindheimum kynntist ég Bjarna, Jónasi, Bólu-Hjálmari og
Grími Thomsen — og Stephani G. að nokkru; fannst mér þá strax,
að hann yrði kannski hlutgengur með þessum körlum.
Um aldamótin 1900 náði ég svo í kvæðabálkinn Á ferð og flugi.
Eg ætla ekki að reyna að lýsa hrifningu minni. Þarna birtust mér
líka algjörlega nýir heimar: Náttúrulýsingar nýstárlegar, málandi
og snjallar, viðhorfið til ýmissa máttarstoða þjóðfélagsins, t. d.
kirkjunnar, annað en ég, fákunnandi sveitapiltur, átti að venjast;
hinn heiti undirsrraumur samúðar með sögumanninum, íslenzku
stúlkunni hrösulu, beisk ádeila á samfélagið, sem hratt þessari
breysku systur frá sér, fannst jafnvel ósamboðið sóma sínum að
snerta líkklæði hennar. Allr þetta orkaði á mig eins og áfengi. F.g
þuldi og þuldi, þangað til ég kunni kvæðið utanbókar — og enn,
eftir hálfa öld, rifja ég upp kafla úr þessu kvæði mér til andlegrar
hressingar. Og síðan ég Ias það, hefur höfundur þess verið mér
einna hjartfólgnastur allra íslenzkra skálda, sem uppi voru sam-
tíða honum, og verður það að leiðarlokum.
Svo komu Andvökur út, fyrri bindin þrjú. Þá var ég svo aura-
laus, að ég gat ekki keypt þær, þó úr því rættist nokkru síðar. Eg
var þá í Lestrarfélagi Miklabæjarsóknar og bar upp þá tillögu á
fundi, að Andvökur yrðu keyptar, og studdi Árni Hallgrímsson —
síðar ritstjóri Iðunnar — þá tillögu, en hún var felld með Iitlum
atkvæðamun. Móti tillögunni talaði séra Björn Jónsson á Mikla-
86