Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 89
STEPHAN G.
bæ. Félagið var fámennt og tekjulítið. Þótti presti óráðlegt að
kaupa á einu ári Ijóðabækur fyrir nær því helming teknanna. En
grun hafði ég um, að viðhorf Stephans G. til kirkju og klerkavalds
hafi valdið andstöðu prestsins. Fám árum síðar voru Andvökur
þó keyptar í félagið. — Milli sviga get ég þess, að sá vitri og góði
maður, séra Björn, kunni aldrei að meta Stephan G. að verðleik-
um. Matthías var svo fyrirferðarmikill í huga prestsins, að önnur
skáld hurfu í skugga hans.
Andvökur fékk ég lánaðar hjá Gísla Sigurðssyni á Víðivöllum.
Gísli var greindur maður, Ijóðelskur og mikill aðdáandi Stephans
G. Það var um vetur, sem ég las Andvökur fyrst. Þá bjó ég á Upp-
sölum í Blönduhlíð, hafði meðalbú og var einyrki. Nóg var því
að starfa og enginn tími til lesturs, nema klípa hann af svefntíman-
um. Vinnutíminn frá 7.30 á morgnana til 9.30 á kvöldin. Hefði ég
eitthvað að lesa, sem mér fannst gott bragð að, hætti ég sjaldan
lestri fyrr en kl. 2—3 að nóttu. Þannig var það þann tíma, sem
Andvökur voru til húsa hjá mér í það sinn. Eg marglas mörg kvæð-
in og hætti ekki fyrr en ég þóttist skilja þau til fullnustu. Mörg
kvæði og vísur lærði ég, t. d. lærði ég kvæðið Díkónissa, sem er
eitt af lengri kvæðum Stephans, svo vel, að ég þuldi það upp úr
mér á skemmtisamkomum mörgum árum seinna, og var gerður að
góður rómur.
Ennþá finn ég ylinn frá þessum stolnu stundum með Andvökum,
og enn hressist ég við að hugsa til þeirra. Mig langaði til að kynn-
ast höfundinum betur, helzt að sjá hann augliti til auglitis, heyra
hann tala, hlýða á spök orð frá vörum hans og sjá glettnisglamp-
ana í augum hans, þegar ræðan var kerksni krydduð.
Af þessum toga hefur sjálfsagt verið spunninn draumur, sem
mig dreymdi um þetta leyti. Eg þóttist vera staddur á austurströnd
Ameríku. Hvernig ég komst þangað, vissi ég ekki, en hitt vissi ég,
að ferðin var einungis farin til að sjá Stephan G. Afram hélt ég svo
vestur yfir hið mikla meginland. Gekk ferðin að óskum, þar til ég
eygði áfangastaðinn. Hús skáldsins þóttist ég þekkja af myndinni
í Andvökum. Gekk heim og kvaddi dyra. Stephan lauk sjálfur upp
Heilsaði ég honum og sagði, hver ég væri og hvaðan kominn, en
87