Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
bætti því við, að nú væri ég kominn alla leið frá íslandi og erindið
væri að sjá hann. Mér þótti Stephan líta í gaupnir sér, en eftir
augnablik leit hann í augu mér og mælti fram vísu þessa:
Fæstum verður förin greið
fyrir lífsins boða.
Þú hefur farið langa leið
lítið til að skoða.
Þegar ég nokkrum árum síðar varð svo heppinn að sjá Stephan
og spjalla við hann, eins og brátt mun að vikið, sagði ég honum
drauminn. Stephan skrifaði vísuna niður hjá sér og mælti svo bros-
andi: „Ekki þori ég að meðhöndla þessa vísu sem mína eign, þó
einhvern tíma yrði prentað svo sem eitt kver í viðbót, og þó gæti
hún verið eftir mig."
Einhverju sinni á þessum Andvökustundum setti ég saman
nokkrar vísur, sem ég var þó aldrei ánægður með, enda hélt ég
þeim lítið á lofti. Eg held, að enginn hafi fengið að heyra þær nema
Gísli á Víðivöllum. Þrátt fyrir auðsæja galla, ætla ég að skjóta
þeim inn í þennan þátt. Ég á þær víst hvergi ritaðar nema í minni
mínu, og þaðan geta þær glatazt hvað af hverju.
Dagur kær er farinn f jær.
Frosti slær og bítur.
Myrkrið færist nær og nær.
Næturblærinn þýtur.
Sveitin blundar sagða stund,
svefninn mettar alla.
Einn ég skunda skjótt á fund
skáldsins Klettafjalla.
Hans við fætur sezt ég, sæt
söngrödd mætir eyra.
Þriðjung nætur líða læt,
langar ætíð meira.
88