Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 91
STEPHAN G.
Styttast vetrarhörku hret
hann þá hvetur tóna.
Sjaldan hetja lampann lét
ljósi betur þjóna.
Tvíeggja ð er Tyrfingsblað,
titra gylltir haugar.
Hittir naður hjartastað,
hníga trylltir draugar.
Leysist blóm úr böðuls klóm,
blíður ómar kliður.
Kveða hljómar hvössum róm
hleypidóma niður.
Spaki drengur, stilltu streng,
Stephans lengist vaka.
Snjallar enginn Fjölnisfeng
flutti mengi klaka.
Svo kom árið 1917. Stephani G. var boðið heim og eftir nokkurn
tíma fréttist, að hann þægi boðið. Þá vissi ég, að hann myndi staldra
eitthvað við í Skagafirði og varð staðráðinn í því að láta fundum
okkar bera saman. Bjartan og sólfáðan morgun snemma í ágúst fæ
ég svo boð frá Gísla á Víðivöllum, að nú sé Stephan staddur hjá
sér og hafi verið þar næturlangt. Þá bjó ég á Vöglum í Blönduhlíð,
og var því skammt að fara. Ekki var þó annar eins hraði á mér í
heimanbúnaði eins og Guðmundi á Sandi, þegar hann, nokkru áð-
ur, fór á móti Stephani. Eg þó af mér brýnsluna, en það kvaðst
Guðmundur ekki hafa gert, gekk þó rösklega til verks og reið hratt
til Víðivalla. Leiddi Gísli bóndi mig til stofu á fund gestsins og
kynnti mig sem einn heitasta aðdáanda hans. Bætti hann því við,
að þessi karl hefði flutt erindi um skáldið Stephan G. á skemmti-
samkomu þar í Hlíðinni fyrir nokkrum árum og verið gerður að
89