Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 92
SKAGFIRÐINGABÓK
góður rómur. Skáldið tók mér mjög vinsamlega og þakkaði mér
hlýhug til kvæðanna sinna.
Fyrir dálitlum vonbrigðum varð ég við fyrstu sýn. Mér datt í
hug lýsingin af Kolbeini Jöklaskáldi úr kvæðinu Kolbeinslag eftir
Stephan: „Og ei fyrir mann var hann mikill að sjá." Hélt ég Step-
han hærn mann og að öllu rífari á velli en mér virtist hann nú. En
er ég hafði hlýtt á tal hans um hríð, varð ég fljótt hrifinn — fann
í ræðu hans sama spaka mikilmennið og í kvæðunum. Ekki var þó
Stephan íljóttalandi, kom jafnvel fyrir, að hann virtist þurfa að
leita að orðum og komu þá viprur á andlit hans, ekki alveg ólíkar
kvaladráttum. En þegar orðin, sem honum líkaði, voru fundin og
setningin sögð, meitluð og lýsandi, þá birti yfir andlitinu svo yndis-
lega, að manni hlýnaði inn að hjartarótum. Annan eins töfrabjarma
hef ég aldrei séð í svip nokkurs manns, Jóhann Sigurjónsson komst
þar næst.
Að aflíðandi hádegi var lagt af stað frá Víðivöllum og staldrað
við á Orlygsstöðum, sem eru skammt ofar Víðivöllum. Var þar lítið
að sjá, þó mótaði fyrir túngarði kringum túnkragann og vallgrón-
um húsatóftum.
Fylgdarmaður Stephans frá Akureyri var Brynleifur Tobiasson
frá Geldingaholti, síðar kennari við Menntaskólann á Akureyri,
sögumaður ágætur, og því tilvalið að hafa leiðsögn hans um þess-
ar gömlu söguslóðir. Þurfti nú ekki að toga orð úr hálsi Brynleifs.
Lýsti hann Orlygsstaðabardaga sem sjónarvottur væri, gaf þar næst
yfirlit yfir aðdraganda þess, er Islendingar gengu Noregskonungi
til handa. Kom Guðmundur góði Hólabiskup nokkuð við þá sögu.
Dæmdi Brynleifur alla hlutdeild biskups í þeim ófagra leik ærið
hart, sagði t. d. að Guðmundur góði hefði verið einn mesti óhappa-
maður íslenzkur, sem á biskupsstóli hefði hér setið. Þegar Brynleif-
ur hafði lokið máli sínu, vindur Stephan sér að honum og spyr:
„Ert þú kristinn maður, Brynleifur?"
Brynleifi varð orðfall, en svarar svo með hægð:
„Það hef ég talið mig vera."
Stephan G. segir:
„Hvernig getur þú þá farið þvílíkum orðum um Guðmund góða.
90