Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 93
STEPHAN G.
kristnasta íslending, sem uppi hefur verið að minni hyggju, mann-
inn, sem bókstaflega fetaði í fótspor Krists?"
Brynleifur svaraði þessu fáu og vék talinu að öðru.
Næst var komið að Miklabæ. Tók séra Björn alúðlega móti
Stephani. Við Gísli vorum með í förinni. Var stanzað alllengi hjá
presti, og héldu þeir aðallega uppi samræðum, Stephan og hann.
Sem sýnishorn af tali þeirra nefni ég þetta, ég man það bezt.
Presmr segir:
„Hvaða stjórnmálaflokki fylgir þú, Stephan?"
Stephan svarar:
„Ennþá hefur enginn stjórnmálaflokkur getað dregið mig í sinn
dilk eftir eyrnamarkinu. Hinu er ekki að leyna, að lengi hef ég
rennt hýru auga til jafnaðarmennskunnar."
Prestur segir: „Já, — en nú eru víst ekki nema tveir flokkar í
Kanada, sem keppa um völdin. Kosningarréttarins neytir þú þó."
Stephan svarar: „Já, að vísu geri ég það. Þegar einungis tvennt
er í boði og hvorugt gott, þá velur maður það illskárra."
Var nú haldið út Blönduhlíðina og skroppið heim að Stóru-Ökr-
um. Þar kvaðst Stephan vilja heilsa upp á fermingarsysmr sína,
Sigríði Jónsdótmr.
Sigríður var kona Arna Jónssonar frá Miðhúsum. Höfðu þau
búið alllengi á Stóru-Ökrum. — Ekki urðu langar samræður þeirra
fermingarsystkinanna. Var Sigríður heldur undirleit, en kvaðst þó
muna eftir Stebba frá Seli.
Þá var riðið ofan til Héraðsvatna og yfir þau á dragferju. Þar
beið hópur manna úr Seyluhreppi að taka á móti skáldinu.
Þá bjó í Mikley Daníel Arnason. Hann hafði verið þar langa
ævi einsetumaður, ekki við allra skap og þótti uppvöðslusamur,
einkum við vín. Fermingarbróðir Stephans var hann, og þar varð
að koma.
Reið nú allur hópurinn heim í Mikleyjarhlað. Daníel stóð úti
og hafði húfuna neðarlega að framan, sást því lítt í augu honum.
Stephan víkur sér að honum og segir:
„Komdu blessaður og sæll, Daníel minn, nú þekkir þú mig ekki.
sem varla er von."
91