Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 94
SKAGFIRÐI NGABÓK
„Nei," svarar Daníel heldur stutt.
Manstu ekki eftir Stebba frá Seli?" spyr Stephan.
Þá lifnaði yfir Daníel. „Stebba frá Seli? Jú, víst man ég eftir
honum, helvítis glæringjanum þeim. Ert þú Stebbi frá Seli?"
„Já," svarar Stephan.
Þá leit Daníel fyrst upp með húfuskyggninu og sagði glottandi:
„Nú, þú ert fjandakornið ekkert bermilegri að sjá en ég, þótt þú
hafir búið langan aldur þarna vestur í fullsælunni, en ég hafi
orðið að krafsa mig áfram í kulda og snjó hérna á Islandi.
Stephan brosti við og svaraði:
„Satt segir þú, Daníel, og sannast hið fornkveðna, að hver hefur
nokkuð til síns ágætis. Þú hefur bersöglina þér til réttlætingar á
reikningsskiladeginum mikla."
Eitthvað urðu samræður þeirra lengri, gömlu félaganna, en ég
heyrði þær ekki, því að Brynleifur kallaði mig út úr hópnum og
sagði mér, að ákveðið væri að halda Stephani kveðjusamsæti á
Sauðárkróki 12. ágúst n. k., sem væri sunnudagur, og yrði ég nú
að yrkja kvæði og flytja honum á samkomunni. Eg kvaðst mundu
koma þangað, hvað sem kvæðaflutningi liði.
Því næst kvöddum við Gísli kóng og hirð og snerum heimleiðis.
Bundum við Gísli það fastmælum að verða samferða á hátíðina að
morgni hms tólfta. Hvatti Gísli mig til að koma ekki tómhentur í
það hóf.
Næstu daga var þurrklaust dumbungsveður, svo að ég stóð við
slátt frá morgni til kvölds. Setti ég þá saman kvæði til Stephans,
alllangt, — 12 erindi. Lærði ég kvæðið jafnóðum; var það háttur
minn, þegar ég kvað við verk, sem oftast var. A sunnudagsmorgun
rispaði ég svo kvæðið upp með ritblýi, og þóttist nú fullfær að
ganga á konungsfund.
Riðum við Gísli greitt til Sauðárkróks og komum litlu fyrr en
hófið skyldi byrja. Þá var „Templó" stærsta samkomuhús Sauðár
króks, og þangað streymdu gestirnir. Fljótt var þar fullsetinn bekk
urinn, og náðum við Gísli í hin yztu sæti gegnt dyrum. Háborð
var við innri gafl og stór, íslenzkur fáni yfir því miðju. Þar var sæti
92