Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 95
STEPHAN G.
heiðursgestsins og forstöðunefnd til beggja handa. Hófinu stýrði
Jónas læknir Kristjánsson og fórst það skörulega.
Ekki vantaði ræðu- og kvæðaflutning, en flest var það frekar
þunnt í roðinu. Þó fóru þeir með lagleg kvæði, Friðrik Hansen,
kennari, og Pétur Jónsson, Péturssonar frá Eyhildarholti.
Þá skaut ég að sessunauti mínum vísu þessari:
Alltaf lít ég meir og meir
myrkri slá á veginn.
Skáldið mæta skírðu úr leir
Skagfirðingagreyin.
Skoraði hann þá á mig að láta til mín heyra. Kvaddi ég mér þá
hljóðs og mælti fyrst fáein orð til heiðursgestsins, slitrótt heldur,
og flutti svo kvæðið. Virtist það hafa áhrif til hins betra, og lifn-
aði nú töluvert yfir samkomunni. Er það á þessa leið:
Heill sé þér, víkingur, vestrinu frá,
velkominn aftur í Fjörðinn.
Þiggðu nú ljóðin mín listasmá,
lynghríslu undan vetrarsnjá,
er óx upp við óræktarbörðin.
Eg hefi svo mikið að þakka þér,
svo þrotlausan margan greiðann.
Þá myrkrið og vonleysið veittust að mér
og vorþráin grátandi bað fyrir sér,
þá söngstu minn himin heiðan.
Og þegar að íslenzka þröngsýnin lá
sem þoka yfir sveitinni minni,
úr sortanum læddist ég, settist þér hjá,
og söngurinn hreimmikli leysti mig frá
að villast með öðrum þar inni.
93