Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 96
SKAGFIRÐINGABÓK
Og fyrir það áttu’ orðið ítök í mér,
ert einn af vitunum nu'num,
og þess vegna stíg ég á stokkinn hér
og strengi þess heit að fylgja þér
og hlúa að hugsjónum þínum.
Þú sigldir svo ungur í vesturveg,
sem víkingaefnin fcrðum,
en hvar sem snekkjunni lagðir í leg,
þó lægi þar nóttin geigvænleg,
þá lýsti af báðum borðum.
Mót friðsömum búendum hreyfðir ei hönd,
en hjálpandi greiddir þeim veginn.
En sæirðu smælingjann settan í bönd
og síngirni drottna um byggðir og lönd,
var „Tyrfingur" tafarlaust dreginn.
Og nú ertu heimkominn, hraustur og stór,
þó haustlitur kollinn þinn prýði.
Og margur með ríflegri farkost fór,
en fáum þó skilaði tímans sjór
jafnheilum úr hálfaldar stríði.
Og Fjörðurinn búinn í blómaskraut
þér brosandi tekur á móti.
Og Vötnin liðast sem lifandi braut
frá ljóskrýndum jökli í Ægis skaut
og syngja með hollvinar hóti.
Vér heilsum þér, frændi vor, Fjarðarins hnoss,
er fámennið söngst út um álfur,
því hljómbylgjan þín er í ætt við oss,
öflug og sterk eins og hrynjandi foss,
en hvöss eins og sannleikinn sjálfur.
94