Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
að kynnast Stephani G., fann ég, að fuglsunginn minn yrði aldrei
fleygur, lagði ég því æ minni rækt við hann, þar til greyið veslaðist
upp og dó, ■— með öðrum orðum og almennari: Þessi kynngimagn-
aði karl, sem er gestur okkar í dag, drap leirskáldið í mér. Annarri
sök ætla ég að lýsa hér á hendur honum. Ég þóttist vera allgóður ís-
lenzkumaður, enda hafði ég ungur numið hana hjá góðum kenn-
urum og reynt að halda því námi áfram, þegar út í ævistarfið kom.
En svo kemur hann til skjalanna, þessi sjálfmennti alþýðumaður,
krækir í mig með sinni skörpu skáldakló, setur mig á kné sér og
kennir mér ísleazku. Og þá þótti mér súrt í broti — í bili.
En hvað sagði heiðursgesturinn við öllu þessu?
Hann hélt eina ræðu. Raunar stóð hann oftar upp til að þakka
og skjóta fram nokkrum snjallyrðum. í upphafi ræðu sinnar minnti
Stephan á söguna af norska stórskáldinu, sem ferðaðist um föður-
land sitt eftir margra ára dvöl erlendis. Og þá var nú mikið um
dýrðir. Hver stórveizlan rak aðra og öllu var tjaldað, sem til var
bezt. Og þá voru ekki ræðuhöldin við neglur skorin. En svarræða
stórskáldsins var æ hin sama. Hann stóð upp, hneigði sig og sagði:
„Ég þakka, ég þakka." Oft hefi ég óskað að eiga kjark hans, ekki
sízt nú um sinn. Ég er allur ringlaður og sundurtættur af ferðalög-
um og lítt þéntum elskulegheitum, bókstaflega allra, sem orðið
hafa á vegum mínum hér á þessu undralandi æsku minnar. Mig
brestur orð til að tjá tilfinningar mínar og þá verður þögnin eina
athvarfið.
Orðrétta man ég ekki ræðuna og læt því staðar numið. En að
lokum las skáldið upp kvæðið Frá Málmey að Hofdalahjarni. Er
óhætt að íullyrða, að öllum, sem á hlýddu, hlýnaði um hjartarætur,
af svo einlægri tilfinningu og einfaldri list var kvæðið flutt.
Eftir samkomuslit kom Stephan til mín, þakkaði mér fyrir kvæð-
ið og sagði, að það hefði fallið í góðan jarðveg hjá sér, þó oflof
væri, og bað mig gefa sér það. Ég svaraði því til, sem satt var, að ég
ætti ekki nema eina uppskrift af því og hana lélega. Hinu lofaði ég,
sem ég og efndi, að senda honum kvæðið til Reykjavíkur.
Veðrið hafði verið tmaðslegt allan daginn, glaða sólskin og hæg-
ur sunnanþeyr. Þó var kvöldskinið fegurst.