Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 99
STEPHAN G.
í rökkurró kveldsins kvöddum við Gísli og nokkrir fleiri Blönd-
hlíðingar Stephan G. heima hjá Jónasi lækni Kristjánssyni og
drukkum skilnaðarskálina. Þá mælti ég af munni fram erindi það,
sem hér fer á eftir:
Við kveðjum þig, vinurinn kæri,
í kveldskuggamóðu
einhuga allir og flytjum
þér alúðarþakkir.
Hjartfólgnar árnaðaróskir
vor allra þér fylgja vestur.
Og hittumst svo heilir
í hásölum Braga.
Ekki man ég nú, hve margir við urðum samferða heim, Blönd-
hlíðingar, en sammála vorum við um það, að við hefðum séð og
heyrt mikilmenni.
VIÐAUKI
Eins og Jónas getur um í þætti sínum hér að framan, sendi hann
Stephani til Reykjavíkur kvæðið, sem hann flutti honum í sam-
sætinu á Sauðárkróki. Nokkru síðar barst honum bréf frá Step-
hani. Jónas varðveitti það í fórum sínum, og birtist það nú hér
í fyrsta skipti á prenti.
Staddur í Reykjavík,
18. sept. 1917.
Góðvinur minn!
Þökk fyrir síðast, bréfið og ljóðin! og alla þína fornu vin-
áttu og tryggð við kvæðin mín. En grikk gerði eg þér, Jónas, og bið
fyrirgefningar, ef þú þykkir hann, því það áttir þú sÍ2t skilið af mér,
að eg yrði þér til óhugnunar. Grikkurinn var sá, að eg lét ritstjóra
7
97