Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 100
SKAGFIRÐINGABÓK
„Tímans" hér, og vin minn góðan og ljóðelskan, fá kvæðið í blað
sitt, leyfislaust frá þér. Eg gat ekki neitað því, og ástæðan var ekki
sú, að kvæðið er gjört um mig, því það var mér framar öftrun, held-
ur var hún hitt, mér fannst það svo vel gert, að synd gengi það næst,
að liggja á þessu einn, en lofa ekki öðrum að njóta þess líka, þeim
sem hafa unað af og vit á því, scm vel er kveðið.
Samt slapp eg ekki slyndrulaust frá stuldinum. Prófessor Ágúst
Bjarnason sá kvæðið hjá mér, eftir að eg gaf Guðbrandi það, og
nærri sárnaði við mig, að hafa ekki geymt sér og „Iðunni" hans það,
en mér datt það þá ekki í hug í svipinn. Fáir þú línu frá honum,
sem líklega verður, og ef þú átt fleira svona, í fórum þínum, sem
mig grunar, vilm þá ekki ljá honum eitthvað? Hann er einn af
þeim hér, sem mér er manna beztur, þykir vænt um fögur Ijóð og
er vitur maður um þau, eins og annað. Annars hafa fleiri hér dáðst
að þessu kvæði þínu, t. d. dr. Guðmundur Finnbogason, sem er
mikill vinur allra góðra ljóða.
Eg er ekki að skjalla þig né mig, með að segja þér þetta, heldur
að fara með sögu eins og hún gekk. Get ekki stillt mig um að segja
þér ávænu af þessu. Vel hefir mér liðið síðan. Verið í höndum vina
og góðviðris. Bíð hér fars vestur, sem eg veit enn ekki um, hvenær
fæst.
Heilsaðu firðinum og fólkinu frá mér, því sem þú nærð til, og
vertu svo blessaður og sæll.
Vinsamlega,
Stephan G. Stephansson.
Utanáskrift: Hr. Jónas Jónasson,
Vöglum,
Blönduhlíð,
Skagafirði.
98