Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 101
ÚR SYRPUM JÓNS FRÁ ÞANGSKÁLA
Höfundur eftirfarandi þátta, Jón Sveinsson, bóndi á Þangskála,
var fæddur 24. maí 1867 á Hólakoti á Reykjaströnd, en lézt t
Reykjavík 4. júní 1956. Foreldrar hans, Sveinn Gíslason og
Kristín Jónsdóttir, bjuggu á Hólakoti frá 1863 fram á sumar
1887, er Sveinn lézt. Segir Jón nokkuð frá þeim í syrpum sín-
um. Þau hjón eignuðust 12 börn, og dóu sum ung, en 5 fluttust
vestur um haf.
Eftir lát föður síns stóð Jón um skeið fyrir búinu á Hólakoti. Ár-
ið 1894 kvæntist hann Maríu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga,
og hófu þau árið eftir búskap á Þangskála. Þar bjuggu þau sam-
fleytt til ársins 1923. Þau eignuðust 10 börn, og náðu öll nema
eitt fullorðinsaldri (sjá Skagf. æviskrár). Eftir 1929 dvaldist Jón
hjá syni sínum, séra Jóni Skagan, fyrst á Bergþórshvoli, síðan í
Reykjavík.
Jón aflaði sér nokkurrar menntunar á yngri árum og fékkst
stundum við barnakennslu. Hann var fróðleiksfús og kveðst
ungur hafa Iesið mikið, m. a. handrit, en á þeim tíma gengu sög-
ur, rímur og alls kyns fróðleikur mjög í uppskriftum manna á
milli. Og ekki kveðst hann hafa séð í fræðibókakaup. Hann byrj-
aði snemma að skrá hjá sér ýmis konar fróðleik, en þó mun hann
ekki hafa gefið sig verulega að skriftum, fyrr en eftir að búskap
lauk. Að sunnan sendi hann Sögufélagi Skagfirðinga að gjöf
fræðasyrpur allmiklar, einnig uppskriftir af kveðskap sínum.
Hvorttveggja er nú geymt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Eins og að líkum lætur, hefur Jón einkum varðveitt fróðleik um
99