Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 104
SKAGFIRÐINGABÓK
FRÁ NOKKRUM AUSTURLENDINGUM
Ef einhvci' legði fyrir mig svofellda spurningu: Hverjir
voru meiri sjósóknarar og aflamenn Austurlendingar eða Vestur-
lendingar, mundi ég hlutdrægnislaust svara á þessa leið: Meðan ég
þekkti til, áttum við Vesturlendingar ekki menn á móti mestu sjó-
görpum Austurlendinga, sem voru mjög heppnir aflamenn og
fífldjarfir að sækja til fiskjar. Þeir höfðu líka sumir stærri og traust-
ari skip. Ég ætla því að gefa yfirlit yfir nokkrar mestu sjósóknar-
kempur þeirra, sem ég þekkti til.
Jóhann Jónatansson, bóndi í Svínavallakoti. Hann var kempu-
legur á velli, rauðbirkinn í andliti, ennisbreiður og mikilúðlegur
ásýndum. Til hans völdust alltaf góðir menn, því hjá honum þóttust
menn vissir um góðan afla. En ljóður var á því að vera háseti hjá
Jóhanni, því hann var alþekktur drykkjumaður og áflogaslarkari.
Var hann stundum á nóttunni fullur að slarka, áður en farið var að
beita. Þegar um atorkusama háseta var að ræða, sem þorðu að taka
á móti honum, þá urðu áflogin.
Jóhann og mestu sjósóknarar af Austurlandinu sóttu til fiskjar í
stytzta skammdeginu á jólaföstu innan úr Hofsósi og Rögnvaldur
Þorleifsson á Oslandi innan úr Oslandskrók að nóttu til norður í
Þussadjúp. Eitt haust rétt fyrir jól reri Rögnvaldur að nóttu ti!
norður fyrir Þussa og hitti Jóhann þar, og var hann búinn að leggja
lóðina. Jóhann gaf þeim gamla það ráð, að hann elti fiskinn lengra.
Rögnvaldur fór nokkru lengra norður eftir, lagði þar lóðina og
fiskaði vel. Um daginn fór hafaldan alltaf vaxandi, svo þegar þeir
komu inn í Oslandskrók um kvöldið, var orðið illt að lenda. Er svo
ekki að orðlengja það, að lendingin varð á þá leið, að stór brimalda
skall á skipið og flutti það með öllu tilheyrandi upp í flæðarmál.
Mannval var á skipinu, svo þeim heppnaðist að bjarga því lösk-
uðu undan sjó. En þeir töpuðu af fiskinum og fengu hrakning mik-
inn í lendingunni. (Sögn Rögnvalds sjálfs).
Rögnvaldur var víkingur duglegur á sjó og landi og frábær sjó-
sóknari og aflamaður. Hann var vel fjáður, meðan hann bjó á Os-
102