Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 105
ÚR SYRPUM JÓNS FRÁ ÞANGSKÁLA
landi og Brekkukoti. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá
Hreppsá. Þau áttu saman nokkur börn mjög mannvænleg, og var
Þorleifur sonur þeirra hjóna duglegur og heppinn formaður og
merkisbóndi. Frá Brekkukoti flutti hann úr í Olafsfjörð.
Rögnvaldur, bróðir Þorleifs Rögnvaldssonar, var einnig formað-
ur og sjósóknari mikill og stundaði sjóróðra að sumrinu. Einn dag
sem oftar reri Rögnvaldur norður á Sand, sem er fiskimið norðvest-
ur af Drangey. Það var 7. september 1898. Hvessti skarpt um dag-
inn á sunnan, og um kvöldið varð stórviður af suðri. Ein skipshöfn
sá það seinast til Rögnvalds, að lóðin mundi hafa slitnað hjá hon-
um. Fleiri skip voru þar norður frá. Þess var getið til, að Rögnvald-
ur hefði orðið að róa milli bóla -— á næsta ból. Um kvöldið komu
öll skip af sjó nema Rögnvaldur. Leið svo fram á dag daginn eftir.
En þegar Þorleifur bróðir hans í Brekkukoti frétti, að Rögnvaldur
var ókominn til lands, brá hann við að leita hans á kappmönnuðum
sexæringi, bæði kringum Drangey og svo uppi á Skaga, en öll leit
varð árangurslaus.
A skipinu voru fimm menn með Rögnvaldi, og fórust þeir allir.
Að þessum endalokum stuðlaði allt í senn: stórviður, náttmyrkur
og skipið sjálft, sem var valt. Það hét Glitnir.1
Þórður Kristjánsson í Artúni var frábær stjórnari, en ekki eins
mikill aflamaður og þeir mestu meðal Austurlendinga. Hann var
afrenndur að afli og ótrauður í þrekraun.
Þórður Baldvinsson á Stóru-Brekku var duglegur formaður og
sjósóknari mikill, en sagður vínhneigður. Urðu afdrif hans á sjón-
um all-óeðlileg: að drukkna í smá stormkylju, er hann var að vitja
um síldarnet með hásetum sínum.2
Baldvin Jóhannsson frá Höfða var talinn með allra mestu for-
mönnum og aflamönnum í Hofshreppi. Hann var stór maður vexti,
harðlegur á brún, er gaf til kynna skapgerð hans. Hann var táp-
1 Þessir menn fórust, auk Rögnvalds: Gunnar Sveinsson, vinnumaður,
Tumabrekku, 18 ára; Þorvaldur Pálsson, bóndi í Ártúnum, 41 árs; Jakob
Jónsson, vinnumaður, Hofsósi, 19 ára; Þorleifur Sigurjónsson, vinnumaður
á Á, 21 árs.
2 26. ágúst 1904, 46 ára.
103